Bóksala 7. bekkjar til styrktar ADRA

7. bekkingar skólans hafa sett upp litla verlsun með notuðum (en vel með förnum) bókum. Hér meðfylgjandi má skoða úrvalið og ef þú hefur áhuga á að kaupa bók – eða fleiri – er best að þú sendir  Guðrúnu Láru, umsjónarkennara 7. bekkjar,  póst á gudrun@sudurhlidarskoli.is.

Allur ágóði af bóksölunni rennur óskertur til ADRA, hjálparstarfs Kirkju sjöunda dags aðventista og mun í þeirra höndum nýtast vel við byggingu skóla og samfélagshjálp í Eþíópíu og Úkraínu.