Innkaupalistar

Það er mikilvægt að nemendur séu tilbúnir fyrir nýtt skólaár og að allt sé til taks í töskunni svo námið gangi vel fyrir sig. 

Nemendur í 1.-3. bekk fá öll gögn í skólanum, en þeim er velkomið að hafa með sér eigið pennaveski sem það vilja.

Nemendur í 4. og 5. bekk eiga að vera með pennaveski og í því skal vera eftirfarandi:
4 vel yddaðir blýantar (þríhyrntir eða með gúmmíi til að styðja við rétt grip)
Trélitir
Gott strokleður
Skæri
Límstifti
Minnislykill (usb)
Reglustika

Nemendur í 6. og 7. bekk eiga að vera með pennaveski og í því skal vera eftirfarandi:
4 vel yddaðir blýantar (þríhyrntir eða með gúmmíi til að styðja við rétt grip)
Trélitir
Gott strokleður
Skæri
Límstifti
Minnislykill (usb)
Reglustika
Gráðubogi
Hringfari

Nemendur í 8.-10. bekk eiga að vera með pennaveski og í því skal vera eftirfarandi:
4 vel yddaðir blýantar
Tússlitir/Pennar í ýmsum litum
Yfirstrikunarpennar
Gott strokleður
Skæri
Límstifti
Minnislykill (usb)
Reglustika
Gráðubogi
Hringfari
Vasareiknir

Að auki eiga allir nemendur skólans að hafa eftirfarandi:

Vatnsbrúsa
Inniskó
Skjólfatnað sem hæfir veðri hvert sinn

Munið að merkja hlutina!

Síðast uppfært Miðvikudagur, 14 Ágúst 2019 14:05
More in this category: « Matseðill

Log in