Foreldra- og nemendaviðtöl

Foreldra- og nemenda viðtöl

Umsjónarkennarar bjóða foreldrum að koma í spjall við kennara þrisvar sinnum yfir veturinn. Þá mæta foreldrar með barnið sitt og farið er yfir stöðu nemandans.
Forráðamenn geta skráð sig í viðtal á mentor.is um það bil 2 vikum fyrir viðtölin.
Óski foreldrar eftir samtali við aðra kennara en umsjónarkennara skulu þeir taka það fram þegar þeir skrá sig í viðtal.

Foreldra- og nemendaviðtöl skólans veturinn 2019-2020 verða 2. október, 28. febrúar og 4. maí.


Komist foreldrar ekki þá daga sem boðið er upp á skulu þeir hafa samband við umsjónarkennara og finna þeir í sameiningu annan tíma. 

Síðast uppfært Fimmtudagur, 27 Júní 2019 07:10

Log in