Fréttir

Skólinn

Skólinn (19)

Starfsáætlun

Hér kemur starfsáætlun skólans fyrir skólaárið 2019-2020. 

Saga skólans

Árið 1905 stofnaði söfnuður Sjöunda dags aðventista barnaskóla í Reykjavík. Gekk á ýmsu um rekstur skólans fyrstu árin, en frá árinu 1942 var skólinn starfræktur óslitið til ársins 1967 í safnaðarheimili Aðventkirkjunnar, Ingólfsstræti 19.
Lagðist hann þá niður um nokkurra ára skeið vegna aðstöðuleysis en árið 1976 var hafist handa á ný í húsnæði safnaðarins að Bauganesi 13 í Skerjafirði. Átti skólinn aldrei að vera þar nema 1- 2 ár því til stóð að byggja skólahúsnæði á lóð þeirri sem söfnuðurinn hafði fengið á mótum Sogavegar og Réttarholtsvegar. Af því varð þó aldrei vegna óánægju með staðsetningu lóðarinnar og skólinn starfaði áfram í Bauganesinu til ársins 1988 þegar hafist var handa við byggingu núverandi húsnæðis skólans að Suðurhlíð 36.

Haustið 1990 tók skólinn síðan til starfa í núverandi húsnæði og var þá ákveðið að gefa nemendum kost á að ljúka grunnskólaprófi frá skólanum svo nú býður skólinn upp á kennslu allra árganga grunnskólans, en vegna fámennis er samkennsla í öllum bekkjardeildum.

Eftir þessa lengingu var ekki lengur hægt að kalla skólann ,,Barnaskóla Aðventista" svo ákveðið var að skólinn skyldi bera nafn götunnar sem hann stendur við og kallast Suðurhlíðarskóli.

Suðurhlíðarskóli er einn af rúmlega 7.800 skólum sem Aðventistar starfrækja víða um heim.

Skólinn okkar

Suðurhlíðarskóli er kristinn grunnskóli 1. til 10. bekkjar við fjöruna í Fossvoginum, skammt frá Nauthólsvík og Öskjuhlíð. Hér er pláss fyrir 60-80 nemendur.

Suðurhlíðarskóli er lítill skóli í Reykjavík sem leggur áherslu á að koma sem best til móts við hvern nemanda, og á þátttöku, frumkvæði og ábyrgð i náminu. Í því felst m.a. að nemendur taka þátt í að gera áætlanir um nám sitt og leysa mörg fjölþætt og skapandi verkefni upp á eigin spýtur eða í samstarfi við aðra. Þeir fá mörg tækifæri til að gera eigin kannanir og rannsaka ýmis viðfangsefni sem tengjast áhugasviði eða áformum hvers og eins. Þá er lögð áhersla á að mörg viðfangsefni tengist samfélaginu utan skólans og leysa nemendur á hverju ári verkefni sem felast í þjónustu við aðra, t.d. með framlagi til hjálparstarfs, umhverfisverndar­verkefnum, átaksverkefnum, starfi með öldruðum eða nýsköpun. Í Suðurhlíðarskóla er einnig áhersla á heilsueflingu, útinám og umhverfismennt þar sem virðing fyrir lífi  og náttúru er sett á oddinn. Síðast, en ekki síst, er Suðurhlíðarskóli skóli sem setur kristin gildi í öndvegi, í því felst m.a. að kristnum fræðum og trúarbragðafræðslu er gert hátt undir höfði og að í allri umgengni og samskiptum eru nemendur og starfsmenn hvattir til að sýna hver öðrum virðingu, umburðarlyndi og kærleika.

Suðurhlíðarskóli hóf starf í nýrri skólabyggingu að Suðurhlíð 36 árið 1990 og er einn af 7.804 skólum sem Aðventistar starfrækja víða um heim. Þetta skólanet er það næst stærsta í heiminum, á eftir kaþólskum skólum.
Í byrjun 20. aldar hófu Aðventistar rekstur barnaskóla í Reykjavík af mikilli framsækni. Lengst af var skólinn starfræktur í hliðarbyggingu Aðventkirkjunnar að Ingólfsstræti 19 en frá árinu 1976 og þar til nýtt húsnæði var tekið í notkun við Suðurhlíð var barnaskóli Aðventista starfræktur í Skerjafirði.

 

Umsóknarferli

Kíktu til okkar

Sjón er sögu ríkari!
Við hvetjum þig til að finna tíma til að heimsækja okkur. Hafðu samband við Lilju skólastjóra í síma 568 7800 eða sendu tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Umsóknarfrestur

Í Suðurhlíðarskóla metum við allar umsóknir óháð dagsetningu og tökum á móti nýjum nemendum yfir allt árið.

 

Umsókn um skólavist

Frístund - Kósýkot

Foreldrum barna í 1.-5. bekk gefst kostur á að hafa börn sín í frístund að hefðbundnum skólatíma loknum, til kl. 16:30.

Frístundin okkar heitir Kósýkot.

Foreldrar þurfa að skrá börnin í frístund ef þeir ætla að nýta sér þjónustuna, greitt er aukalega fyrir þessa þjónustu.

Boðið er upp á hressingu frá 14:50 til 15:10 sem er oftast brauð með áleggi eða ávextir.

Oft er föndrað eða annað skemmtilegt á daginn en mest er þó um frjálsan leik og útiveru.

Börn sem ekki eru skráð í Kósýkot eiga að fara heim að skóla loknum.

Verið velkomin að This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. ef þið hafið athugasemdir eða spurningar um Kósýkot.

 

 

 

 

Opnunartími

Skólinn opnar kl.7:45 á hverjum morgni.
Starfsmaður tekur á móti nemendum til kl. 8:30 og þá er næðisstund. Þá má lesa, tefla, teikna, spila og spjalla. 
 

Vinaskólar

Ekrehagen skole, Tromsø

Ekrehagen skole er rekinn af Aðventkirkjunni í Noregi. Hann er heldur fámennur grunnskóli, en nemendafjöldi hans er u.þ.b. tvöfaldur nemendafjöldi Suðurhlíðarskóla. Í Ekrehagen er samkennsla líkt og í Suðurhlíðarskóla.

Suðurhlíðarskóli og Ekrehagen hafa átt farsælt vinasamband undanfarin 4 ár. Annað hvert ár koma 9. og 10. bekkingar Ekrehagen í viku heimsókn til okkar í Suðurhlíð og annað hvert ár fara 9. og 10. bekkingar Suðurhlíðarskóla í heimsókn til þeirra til Tromsø. Kennarar beggja skólanna leggja mikla áherslu á að nemendur eigi sem mest samskipti í gegnum vinnu og leik, kynnist og upplifi menningu hvers annars og auki víðsýni sína með vinatengslum yfir lönd og haf.  

 

Vinagarður leikskóli

Vinagarður er kristilegur leikskóli, staðsettur í Laugardalnum í Reykjavík. Leikskólinn er einkaskóli, rekinn af KFUM&KFUK á Íslandi.

Starf leikskólans tekur mið af aðalnámsskrá leikskóla en auk þess er gengið út frá forsendum kristinnar trúar og áhersla lögð á kristna fræðslu, kristilegt siðgæði og að barnið öðlist grundvallartraust sem er viðfangsefni í trúarlegri uppeldismótun.

Í starfi leikskólans er lögð áhersla á að börnin læri um náttúruna, læri að bera umhyggju fyrir henni og öllu því sem Guð hefur skapað.

Vináttan í víðum skilningi þess orðs er eins og rauður þráður í starfi leikskólans og er hún eitt af sérkennum hans. Vináttan tengist hverju þema á einhvern hátt.

Skólinn er fyrir börn frá 18 mánaða aldri og skiptist í 5 deildir eftir aldri barnanna. Yngstu börnin eru á Lambagarði og Ungagarði, Kópagarður og Grísagarður eru fyrir 3 - 4 ára börnin og Uglugarður er fyrir 5 ára börnin.

Suðurhlíðarskóli hefur boðið skólahóp Vinagarðs í heimsókn á hverju ári og hafa nemendur ekki síður gaman af heimsókn þeirra en starfsfólkið.  

 

Samstarf við vinaskólana er okkur verulega dýrmætt og við viljum svo sannarlega hlúa að því og halda áfram að sjá það blómstra um ókomin ár.

 

 

 

Starfsfólk

Lilja Ármannsdóttir         Skólastjóri This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. 
Judel Ditta Fjármálastjóri This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. 
Einar Sigurbergur Arason Stuðningsfulltrúi og starfsmaður í Kósýkoti This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. 
Guðrún Lára Skarphéðinsdóttir Umsjónarkennari This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. 
Hjördís Einarsdóttir Stærðfræðikennari This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. 
Kristín Valgerður Gísladóttir Listgreinakennari This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. 
Kristjana E. Guðmundsdóttir Matráður This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. 
Marcia P. S. Williams Stuðningsfulltrúi og starfsmaður í Kósýkoti This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Sólrún Ásta Steinsdóttir Umsjónarkennari This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Steinunn Hulda Theodórsdóttir Umsjónarkennari This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Þorbjörg Ásta Þorbjarnardóttir Umsjónarkennari This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. 
     
     
Subscribe to this RSS feed

Log in