Fréttir

Nemendur

Nemendur (3)

Vitnisburðir eldri nemenda

Suðurhlíðarskóli er mjög persónulegur og góður skóli. Ég á ennþá mína bestu vini úr Suðurhlíðarskóla. Þar sem hann er lítill er mjög erfitt að vera útundan. Maður fær algjörlega að vera maður sjálfur, þarf s.s. ekki að þykjast að vera einhver annar en maður er."
-Aðalbjörg Ellertsdóttir, fyrrverandi nemandi og háskólanemi.

"Þetta er frábær skóli, hann er persónulegur og það ríkir mikil nánd milli kennara og nemenda. Þegar ég lít tilbaka stendur upp úr ákveðið öryggi sem ég held ég hafi farið á mis við hefði ég verið í öðrum skóla. Ég var áður í Breiðholts- og Digranesskóla en í Suðurhlíðarskóla stóðu kennarar og starfsfólk ekki á sama um velferð nemendanna - fóru úr leið til að sinna þeim sérstaklega."
-Örvar Omri Ólafsson, fyrrverandi nemandi og fjármálastjóri Kynnisferða.

"Þessi skóli er miklu betri en aðrir stórir skólar. Kennararnir eru fínir hér og sérstaklega hún Steinunn."
-Guðbjörg Karitasdóttir, fyrrverandi nemandi.

Lesa meira...

Nemendafélagið

Á hverju ári kjósa nemendur 7.- 0. bekkjar fulltrúa til að sitja í stjórn nemendafélagsins. Þar sem skólinn er mjög fámennur þá er stjórn nemendafélagsins og nemendaráðs eitt og það sama. 1-2 starfsmenn leiða nemendur í þessari vinnu. 

Nemendur velja sér einnig fulltrúa til að sitja í Skólaráði. 

 


Stjórn Nemendafélags Suðurhlíðarskóla er kosin af nemendum í byrjun hvers skólaárs.

Í núverandi stjórn félagsins sitja þau:
Formaður: Jóhann Haukur Sveinbjörnsson
Varaformaður: Kristófer Alexander Fróðason Jakobsen
Ritari: Daníel Þór Róbertsson
Gjaldkeri: Dagný Sól Þórarinsdóttir
Meðstjórnandi: 

Lesa meira...

Leiðbeingar fyrir nemendafélagið

KOSNINGAR

Allir nemendur 8 -10. bekkjar geta boðið sig fram til að sitja í stjórn nemendafélags/ráðs. 

Formaður kemur úr 10. bekk,
varaformaður kemur úr 9. eða 10. bekk,
gjaldkeri kemur úr 9. - 10. bekk,
ritari kemur úr 8. - 10. bekk,
meðstjórnandi kemur úr 8. bekk. 

Kosið er í upphafi hvers skólaárs, kosningarétt hafa allir nemendur á unglingastigi. 

HLUTVERK ÞEIRRA SEM SITJA Í STJÓRN

Formaður ber höfuðábyrgð; hann kallar saman á fundi (í samráði við kennara sem starfar með stjórninni) og ber ábyrgð á því að allir stjórnarmeðlimir taki þátt. 
Varaformaður styður formanninn og tekur við hans störfum ef formaður er ekki til staðar.
Gjaldkeri sér um öll peningamál fyrir nemendafélagið; gerir fjárhagsáætlun, rukkar inn á skemmtanir og passar að peningarnir fari í bankann.  Hann heldur utan um staðgreiðslunótur og upplýsingar yfir kostnað við viðburði.  Gjaldkeri hefur aðgang að reikningi nemendafélagsins.
Ritari skráir fundagerðir í fundargerðarbókina og heldur utan um allar upplýsingar varðandi viðburði.
Meðstjórnandi tekur þátt í störfum stjórnarinnar.

Ef stjórnarmeðlimur sinnir ekki sínu hlutverki er annar valinn í hans stað. 

HLUTVERK STJÓRNAR

Skipuleggur ýmiskonar viðburði fyrir nemendur sem efla félagstengsl nemenda, hvorutveggja á skólatíma og utan.
Er tengiliður milli nemenda og skóla; getur óskað eftir að fá að koma á kennarafund til að ræða tiltekin mál

Mikilvægt er að þeir sem taka að sér stjórn leggi sig fram við að vera góðar fyrirmyndir hinna nemendanna, hvort sem er í námi eða starfi. 

REGLUR Á VIÐBURÐUM

Stjórn nemendafélagsins ber ábyrgð á því húsrými sem er nýtt og þarf að gæta þess að ganga vel frá eftir sig.
Nemendur hegða sér vel og fylgja almennum skólareglum. Ef nemandi hegðar sér ósæmilega eða skemmir fyrir hinum þá er haft samband við foreldra.
Á öllum viðburðum er æskilegt að til staðar séu 2 ábyrgðaraðilar yfir lögaldri. gott getur verið að fá foreldra til að aðstoða á viðburðum.
Nemendur mega ekki yfirgefa skólahúsið eða það húsrými sem viðburðurinn á sér stað án leyfis ábyrgðaraðila.
Öll notkun tóbaks, áfengis og annarra vímuefna er stranglega bönnuð í og kringum skólann.
Ekki er hefð fyrir því að halda böll í Suðurhlíðarskóla.

 

Lesa meira...
Subscribe to this RSS feed

Log in