Fréttir

Stuðningur

Stuðningur (2)

Skólaheilsugæsla

Heilsugæsla Suðurhlíðarskóla heyrir undir Heilsugæslu Hlíðasvæðis.

Skólahjúkrunarfræðingur er Anna María Guðnadóttir.  Viðvera hennar er á mánudögum kl. 9:00 – 12:00.

Á þessum tíma er einnig er hægt að ná í hana í síma 568-7870 eða á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..
Skólaheilsugæslan er framhald af ung- og smábarnavernd og sér um fræðslu, reglubundnar skoðanir og bólusetningar.

REGLUBUNDNAR SKOÐANIR OG BÓLUSETNINGAR

1. bekkur (6 ára)       

Nemendur eru hæðar- og þyngdarmældir og sjónprófaðir. Einnig er gert lífstílsmat. 
Þeir sem ekki hafa farið í fjögurra ára skoðun á heilsugæslustöð fá endurbólusetningu gegn barnaveiki, stífkrampa og kíghósta (ein sprauta).
4. bekkur (9 ára) Nemendur eru hæðar- og þyngdarmældir og sjónprófaðir. Einnig er gert lífstílsmat.
7. bekkur (12 ára)

Nemendur eru hæðar- og þyngdarmældir og sjónprófaðir. Einnig er gert lífstílsmat.  Endurbólusetning gegn mislingum, hettusótt og rauðum hundum (ein sprauta).

Stúlkur eru einnig bólusettar gegn HPV (Human Poiloma Virus) til að minnka líkur á leghálskrabbameini. Tvær sprautur á 6 mánuðum.

9. bekkur (14 ára) Nemendur eru hæðar- og þyngdarmældir og sjónprófaðir. Einnig er gert lífstílsmat. Endurbólusetning gegn mænusótt, barnaveiki og stífkrampa (ein sprauta).

Fylgst er með nemendum í öðrum árgöngum eftir þörfum.

FRÆÐSLA/HEILBRIGÐISHVATNINGAR/FORVARNIR

Skólaheilsugæslan sinnir skipulagðri heilbrigðisfræðslu og hvetur til heilbrigðra lífshátta.  Öll tækifæri sem gefast eru nýtt til að fræða nemendur og vekja þau til umhugsunar og ábyrgðar á eigin heilsu.  Foreldrar eru hvattir til að leita eftir ráðgjöf hjúkrunarfræðings varðandi vellíðan, andlegt, líkamlegt og félagslegt heilbrigði barnsins.

FRÍAR TANNLÆKNINGAR FYRIR ÖLL 6-17 ÁRA BÖRN
Vakin er athygli á því að tannlækningar 6-17 ára barna eru greiddar að fullu af Sjúkratryggingum, að frátöldu 2.500 kr. árlegu komugjaldi. Ef barnið þitt hefur ekki farið í tanneftirlit á síðustu tólf mánuðum ertu beðin/n um að panta tíma hjá tannlækni sem fyrst. Meiri upplýsingar má nálgast á vefsíðunni. http://heilsugaeslan.is/fraedsla/tannvernd/.  

SVEFN, NESTI OG SKJÓLFATNAÐUR
Reglulegur og nægjanlegur svefn er mikilvægur fyrir heilsu og þroska barna.  Sex ára börn þurfa t.d. að sofa a.m.k. 10-12 klst. á nóttu. Skóladagurinn er langur, mikilvægt er að borða vel áður en farið er í skólann og hafa að auki með sér hollt og gott nesti. Einnig er nauðsynlegt að nemendur séu í góðum skjólfatnaði og með húfu/eyrnaband og vettlinga.

VEIKINDI OG ÓHÖPP
Veitt er fyrsta hjálp í skólanum og minniháttar slysum sinnt.  Þurfi barnið að fara á heilsugæslustöð/slysadeild er æskilegt að foreldrar/forráðamenn fari með barnið og er því mikilvægt að skólinn hafi símanúmer þeirra bæði heima, í farsíma og í vinnu. Ekki er ætlast til að slysum sem gerast utan skólatíma sé sinnt í skólanum.
Ef barn er með greindan alvarlegan sjúkdóm sem getur stefnt heilsu/lífi þess í bráða hættu er nauðsynlegt að skólaheilsugæslan viti af því.  Hér er átt við sjúkdóma eins og sykursýki, ofnæmi, flogaveiki og blæðingarsjúkdóma.

LÚSIN
Lúsin kíkir alltaf reglulega í heimsókn yfir skólaárið.  Mjög mikilvægt er að foreldrar kembi hár barna sinna reglulega, t.d. vikulega.  Best er að bleyta hárið og setja næringu í og kemba hárið með næringunni í, en allar frekari leiðbeiningar er að finna á vef landlæknisembættisins  www.landlaeknir.is.
Nánar er hægt að lesa um heilsuvernd skólabarna á eftirfarandi slóð: http://www.6h.is/index.php?option=content&task=view&id=393&Itemid=427.
 
Með kveðju og ósk um gott samstarf,
 Anna María Guðnadóttir,
 skólahjúkrunarfræðingur

Lesa meira...

Nemendaverndarráð

Í nemendaverndarráði sitja: Skólastjóri, hjúkrunarfræðingur, sálfræðingur og kennsluráðgjafi. Umsjónarkennarar og aðrir eru boðaðir til fundar eftir þörfum.

Hlutverk nemendaverndarráðs er að taka við öllum erindum, hvort sem er frá starfsmönnum eða foreldrum, um þjónustu stoðkerfis skólans og koma erindum í farveg sem leiðir til lausna. Foreldrar, sem telja að barn þeirra þurfi einhverra hluta vegna á þjónustu stoðkerfisins að halda, eru beðnir að hafa samband við viðkomandi umsjónarkennara eða skólastjóra. Foreldrum er alltaf tilkynnt ef málum barna þeirra er vísað til ráðsins.

 

http://www.reglugerd.is/reglugerdir/allar/nr/388-1996

 

Lesa meira...
Subscribe to this RSS feed

Log in