Fréttir

Foreldrar

Foreldrar (13)

Facebook hópar

Lokaðir facebook-hópar fyrir foreldra, kennara og nemendur sem náð hafa tilskyldum aldri:

 

Yngsta stig

 

 

Miðstig

 

 

Unglingastig

 

Frí/leyfi

Í grunnskólum er haustfrí, jólafrí, vetrarfrí, páskafrí og sumarfrí auk lögbundinna frídaga.

Starfsdagar kennara eru 5 yfir veturinn.

 

Það getur komið upp sú staða að nemandi þarf að fá leyfi frá skóla og í þeim tilfellum þurfa foreldrar að sækja um það til umsjónarkennara eða skólastjóra.

Við óskum eftir að leyfisumsóknir séu undantekningar og biðjum forráðamenn að skoða vel skóladagatal og skipuleggja frí í kringum það.

Foreldrar bera þá alla ábyrgð á því að fá verkefni frá kennurum svo nemandinn missi ekki úr í námi.

 

Hér  getur þú sótt eyðublað til að óska eftir leyfi.

Leyfi til myndbirtinga

Við biðjum alla foreldra um skriflegt leyfi til að fá að birta myndir úr skólastarfinu af þeirra barni/ börnum. 

Það er okkur mikils virði að fá að sýna opinberlega hvað gerist í skólanum en um leið skiljum við ef foreldrar biðjast undan því að myndir af börnum þeirra séu birtar.

Eyðublöð eru afhent á skólasetningu og þegar sótt er um skólavist.

Einkaakstur

Vettvangsferðir eru stór hluti af skólastarfinu. Oftast er farið á einkabílum ef ekki er hægt að nota strætisvagna, þar sem þar sem hóparnir okkar eru smáir og kostnaður við rútur er hár.

Þátttaka foreldra er mikilvæg á þessu sviði, en þeir sem hafa tök á hjálpa þá oft til með akstur.

Forráðamenn eru beðnir um að skrifa undir samþykkii fyrir því að börn þeirra fari í ferðir á einkabílum með kennurum eða öðrum foreldrum.

Skólaslit

Skólaslit Suðurhíðarskól skólaárið 2019-2020 verða á sal föstudaginn 5. júní kl. 18:00. Athöfnin er hátíðleg og þangað mæta nemendur skólans með sínum nánustu.

Útskrift 10. bekkjar fer fram við skólaslit.

Eftir skólaslitin býður foreldrafélagið upp á grillaðar pylsur.

Skólasetning

Skólasetning fyrir skólaárið 2019-2020 verður þriðjudaginn 20. ágúst kl. 18:00.

Foreldrar mæta með nemendum og hefst stundin á sal.

Foreldra- og nemenda viðtöl

Umsjónarkennarar bjóða foreldrum að koma í spjall við kennara þrisvar sinnum yfir veturinn. Þá mæta foreldrar með barnið sitt og farið er yfir stöðu nemandans.
Forráðamenn geta skráð sig í viðtal á mentor.is um það bil 2 vikum fyrir viðtölin.
Óski foreldrar eftir samtali við aðra kennara en umsjónarkennara skulu þeir taka það fram þegar þeir skrá sig í viðtal.

Foreldra- og nemendaviðtöl skólans veturinn 2019-2020 verða 2. október, 28. febrúar og 4. maí.


Komist foreldrar ekki þá daga sem boðið er upp á skulu þeir hafa samband við umsjónarkennara og finna þeir í sameiningu annan tíma. 

Samtökin Heimili og skóli

Heimili og skóli – landssamtök foreldra eru frjáls félagasamtök sem starfa óháð stjórnmálaflokkum eða trúfélögum. Foreldrar og forráðamenn barna geta gerst félagar í Heimili og skóla og aðrir geta gerst styrktarfélagar. Samtökin veita ráðgjöf til foreldra og foreldrasamtaka og gefa út tímarit og ýmiss konar efni um foreldrastarf. Heimili og skóli reka einnig SAFT netöryggisverkefnið en SAFT stendur fyrir Samfélag, fjölskylda og tækni og er vakningarátak um örugga og jákvæða tölvu- og nýmiðlanotkun barna og unglinga á Íslandi.

Samtökin voru stofnuð 17. september 1992. Markmið þeirra er að stuðla að bættum uppeldis- og menntunarskilyrðum barna og unglinga. Þúsundir foreldra eru félagar í Heimili og skóla og með stuðningi þeirra hefur tekist að byggja upp þjónustu við foreldra og félög þeirra.

Heimili og skóli á í víðtæku samstarfi við ýmsa aðila um skóla- og uppeldismál og tekur þátt í margvíslegum verkefnum. Heimili og skóli á aðild að Almannaheillum, barnahópi velferðarvaktarinnar, Náum áttum, SAMAN-hópnum, Göngum í skólann, Samráðsnefnd leik- og grunnskóla, starfshópi um starfsemi frístundaheimila, Röddum – samtökum um vandaðan upplestur og framsögn, samráðshópi um mótun fölskyldustefnu og RANNUM – rannsóknarstofu í upplýsingatækni og miðlun.

Heimasíða samtakanna er:  http://www.heimiliogskoli.is/

 

Þjónustumiðstöð Heimilis og skóla

Suðurlandsbraut 24, 2. hæð, og er opin frá 9:00 til 12:00 og 13:00 til 16:00 alla virka daga.

Milli kl. 9 og 12 geta foreldrar hringt í ráðgjafasíma 516-0100 til að fá upplýsingar um skóla- og uppeldismál.

Einnig er tekið á móti fyrirspurnum á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Heimili og skóli – landssamtök foreldra
Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík
Sími 516-0100, Fax 516-0110
Kennitala: 421092-2229.

Log in