Starfsreglur nemendafélagsins

Leiðbeingar fyrir nemendafélagið

KOSNINGAR

Allir nemendur 8 -10. bekkjar geta boðið sig fram til að sitja í stjórn nemendafélags/ráðs. 

Formaður kemur úr 10. bekk,
varaformaður kemur úr 9. eða 10. bekk,
gjaldkeri kemur úr 9. - 10. bekk,
ritari kemur úr 8. - 10. bekk,
meðstjórnandi kemur úr 8. bekk. 

Kosið er í upphafi hvers skólaárs, kosningarétt hafa allir nemendur á unglingastigi. 

HLUTVERK ÞEIRRA SEM SITJA Í STJÓRN

Formaður ber höfuðábyrgð; hann kallar saman á fundi (í samráði við kennara sem starfar með stjórninni) og ber ábyrgð á því að allir stjórnarmeðlimir taki þátt. 
Varaformaður styður formanninn og tekur við hans störfum ef formaður er ekki til staðar.
Gjaldkeri sér um öll peningamál fyrir nemendafélagið; gerir fjárhagsáætlun, rukkar inn á skemmtanir og passar að peningarnir fari í bankann.  Hann heldur utan um staðgreiðslunótur og upplýsingar yfir kostnað við viðburði.  Gjaldkeri hefur aðgang að reikningi nemendafélagsins.
Ritari skráir fundagerðir í fundargerðarbókina og heldur utan um allar upplýsingar varðandi viðburði.
Meðstjórnandi tekur þátt í störfum stjórnarinnar.

Ef stjórnarmeðlimur sinnir ekki sínu hlutverki er annar valinn í hans stað. 

HLUTVERK STJÓRNAR

Skipuleggur ýmiskonar viðburði fyrir nemendur sem efla félagstengsl nemenda, hvorutveggja á skólatíma og utan.
Er tengiliður milli nemenda og skóla; getur óskað eftir að fá að koma á kennarafund til að ræða tiltekin mál

Mikilvægt er að þeir sem taka að sér stjórn leggi sig fram við að vera góðar fyrirmyndir hinna nemendanna, hvort sem er í námi eða starfi. 

REGLUR Á VIÐBURÐUM

Stjórn nemendafélagsins ber ábyrgð á því húsrými sem er nýtt og þarf að gæta þess að ganga vel frá eftir sig.
Nemendur hegða sér vel og fylgja almennum skólareglum. Ef nemandi hegðar sér ósæmilega eða skemmir fyrir hinum þá er haft samband við foreldra.
Á öllum viðburðum er æskilegt að til staðar séu 2 ábyrgðaraðilar yfir lögaldri. gott getur verið að fá foreldra til að aðstoða á viðburðum.
Nemendur mega ekki yfirgefa skólahúsið eða það húsrými sem viðburðurinn á sér stað án leyfis ábyrgðaraðila.
Öll notkun tóbaks, áfengis og annarra vímuefna er stranglega bönnuð í og kringum skólann.
Ekki er hefð fyrir því að halda böll í Suðurhlíðarskóla.

 

Síðast uppfært Mánudagur, 24 Júní 2019 11:28
More in this category: Nemendafélagið »

Log in