Vitnisburðir eldri nemenda

Vitnisburðir eldri nemenda

Suðurhlíðarskóli er mjög persónulegur og góður skóli. Ég á ennþá mína bestu vini úr Suðurhlíðarskóla. Þar sem hann er lítill er mjög erfitt að vera útundan. Maður fær algjörlega að vera maður sjálfur, þarf s.s. ekki að þykjast að vera einhver annar en maður er."
-Aðalbjörg Ellertsdóttir, fyrrverandi nemandi og háskólanemi.

"Þetta er frábær skóli, hann er persónulegur og það ríkir mikil nánd milli kennara og nemenda. Þegar ég lít tilbaka stendur upp úr ákveðið öryggi sem ég held ég hafi farið á mis við hefði ég verið í öðrum skóla. Ég var áður í Breiðholts- og Digranesskóla en í Suðurhlíðarskóla stóðu kennarar og starfsfólk ekki á sama um velferð nemendanna - fóru úr leið til að sinna þeim sérstaklega."
-Örvar Omri Ólafsson, fyrrverandi nemandi og fjármálastjóri Kynnisferða.

"Þessi skóli er miklu betri en aðrir stórir skólar. Kennararnir eru fínir hér og sérstaklega hún Steinunn."
-Guðbjörg Karitasdóttir, fyrrverandi nemandi.

Síðast uppfært Mánudagur, 24 Júní 2019 11:14
More in this category: « Nemendafélagið

Log in