Frístund

Frístund - Kósýkot

Foreldrum barna í 1.-5. bekk gefst kostur á að hafa börn sín í frístund að hefðbundnum skólatíma loknum, til kl. 16:30.

Frístundin okkar heitir Kósýkot.

Foreldrar þurfa að skrá börnin í frístund ef þeir ætla að nýta sér þjónustuna, greitt er aukalega fyrir þessa þjónustu.

Boðið er upp á hressingu frá 14:50 til 15:10 sem er oftast brauð með áleggi eða ávextir.

Oft er föndrað eða annað skemmtilegt á daginn en mest er þó um frjálsan leik og útiveru.

Börn sem ekki eru skráð í Kósýkot eiga að fara heim að skóla loknum.

Verið velkomin að This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. ef þið hafið athugasemdir eða spurningar um Kósýkot.

 

 

 

 

More in this category: « Opnunartími Umsókn um skólavist »

Log in