Heildræn stefna skólans

Heildræn stefna skólans

 

Heildræn stefna skólans byggir á sýn skólans sem er að vera kristinn, skapandi og hvetjandi skóli.

Suðurhlíðarskóli leitast við að efla andlegan, vitsmunalegan og líkamlegan þroska nemenda og veita þeim bestu mögulegu tækifæri til að þroskast í fjölbreyttu og skapandi námsumhverfi. Takmarkið er að nemendur verði sjálfstæðir og skapandi, virkir, ábyrgir og heilsteyptir einstaklingar sem geta tekist á við síbreytilegt nútímasamfélag.

Nemendur eru hvattir til að taka ábyrgð á eigin námi og stuðlað er að því að þeir sjái tilgang í því sem þeir eru að vinna að. Stefnt er að því að efla nemendur í sjálfstæðri hugsun og vinnubrögðum og áhersla er á að þeir læri að leita sér upplýsinga með fjölbreyttum hætti. Mikil áhersla er lögð á að hjálpa nemendum að örva gagnrýna hugsun á sem flestum sviðum skólastarfsins svo ákvarðanir þeirra megi verða þeim og öðrum til velfarnaðar.

Lögð er áhersla á virðingu og ábyrgð gagnvart náunganum og þáttur í þeirri ábyrgð er að sýna kærleika, þ.e. áhuga og umhyggju og láta hvern einstakling njóta verndar og vináttu.

Suðurhlíðarskóli leggur áherslu á að gott heimili sé það sem ræður mestu um andlega, vitsmunalega og líkamlega velferð nemandans og því sé hlutverk skólans einungis að undirstrika það starf sem fram fer á heimilunum en ekki að koma í stað þess. Því er gott samstarf skóla og heimilis ákaflega mikilvægt.

More in this category: Skólanámskrá »

Log in