Sjálfstætt starfandi skóli

Sjálfstætt starfandi skóli

Suðurhlíðarskóli er kristinn grunnskóli í Reykjavík.
Sjálfstætt starfandi skóli, er skóli sem rekinn og starfræktur er af einkaaðilum í stað hins opinbera. Grunnskólar eru reknir af sveitarfélögum, en sjálfstætt starfandi skólar á grunnskólastigi eru reknir af einkaaðilum. Nokkur hefð er fyrir þessu rekstrarformi á Íslandi og má þar nefna Barnaskóla aðventista, fyrirrennara Suðurhlíðarskóla, sem rekinn var frá árinu 1905, Skóla Ísaks Jónssonar sem hóf starfsemi árið 1926, Landakotsskóla sem hefur verið rekinn frá árinu 1896, og ýmsa fleiri skóla sem hafa verið starfræktir um lengri eða skemmri tíma.

Suðurhlíðarskóli er þátttakandi í Samtökum sjálfstæðra skóla
Í Suðurhlíðarskóla er uppfyllt lögbundin skólaskylda, en þar sem skólinn er sjálfstæður hefur hann sveigjanleika til framsækni í kennslu og námsframboði. Lögð er áhersla á að veita fyrsta flokks menntun samkvæmt aðalnámskrá, en auk þess er lögð áhersla á persónulegan þroska hvers og eins og skapað umhverfi þar sem einstaklingurinn fær að blómstra og þroskast þannig að hann verði heilsteyptur og skapandi.

Skólagjöld í Suðurhlíðarskóla
Sveitarfélögin greiða um 70% af rekstrarkostnaði einkaskóla. Þetta þýðir að Suðurhlíðarskóli, eins og aðrir einkareknir grunnskólar, þurfa foreldrar að greiða skólagjöld til að brúa bilið milli framlags sveitarfélaga og rekstrarkostnaðar. Skólagjöld fyrir nám í Suðurhlíðarskóla eru jafnar greiðslur og eru endurskoðuð ár hvert í apríl og taka breytingar mið af breytingum launavísitölu. Breytingar á skólagjöldum taka gildi í upphafi hvers skólaárs.

Suðurhlíðarskóli er sjálfstætt starfandi skóli, rekinn af Kirkju sjöunda dags aðventista á Íslandi.

Rekstur og stjórnun

Skólanefnd sem tekur allar meiriháttar ákvarðanir varðandi skólann og rekstur hans er skipuð formanni, skólastjóra, fjármálastjóra, ritara og a.m.k. tveimur meðstjórnendum. Í núverandi skólanefnd sitja:

Formaður: Gavin Anthony
Skólastjóri: Lilja Ármannsdóttir
Fjármálastjóri: Judel Ditta
Eyrún Ingibjartsdóttir, Helga Magnea Þorbjarnardóttir, Kristján Ari Sigurðarson, Sonja Danielssen.
Skólastjóri gegnir stöðu ritara.


Skólastjóri sér um daglegan rekstur skólans ásamt öðru starfsfólki skólans

Log in