Umhverfi skólans

Umhverfi skólans og útikennsla


Útikennsla

Suðurhlíðarskóli er staðsettur við Fossvoginn og er því stutt að fara á skemmtileg útivistarsvæði eins og í fjöruna, Nauthólsvík og Öskjuhlíð. 


Kennarar notfæra sér þetta návígi við náttúruna til að gera kennslu í hinum ýmsu greinum meira lifandi. Virðing við náttúruna er höfð að leiðarljósi og nemendum kennt mikilvægi þess að axla ábyrgð á umhverfisvernd.
Fjaran, sem er steinsnar frá skólanum, er gjarnan nýtt sem útikennslustofa þar sem t.d. náttúrufræði verður áþreifanlega raunveruleg. Þannig læra nemendur að kynnast sköpunarverkinu og að virða náttúruna.


Skólinn gerði samning við Skógrækt ríkisins um grenndarskóg í Öskjuhlíðinni. Grenndarskógur Suðurhlíðarskóla var formlega afhentur skólanum 2010 á degi íslenskrar náttúru. Markmiðið með skóginum er að gera nemendur læsa á skóginn og ábyrga fyrir því að gera trjánum kleift að vaxa og dafna. Einnig er skógurinn nýttur í sjálfbærni skólastarfsins því það timbur sem fellur til í skóginum er oft nýtt í smíðakennslu og önnur verkefni.

Log in