Tónlistarnám í skólanum

Tónlistarnám í skólanum

Tónlistarnám í skólanum

Í september 2013 hófst samstarf á milli Suðurhlíðarskóla og Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar. Sigrún Valgerður Gestsdóttir kemur til okkar úr tónskólanum og veitir einkatíma á píanó og Þorvaldur Már Guðmundsson veitir einkatíma á gítar. Tónlistarnámið fer fram á skólatíma eða í lok skóladags þannig að nemendur geta stundað sitt tónlistarnám án þess að þurfa að ferðast til og frá tónskóla eftir að skólanum lýkur. Tímarnir eru 30 mín. í senn, einu sinni í viku og teljast til hálfs náms í Tónskólanum.

Hægt er að sækja um tónlistarnám og fá nánari upplýsingar á heimasíðu tónlistarskólans www.tonskolinn.com.
Einnig er velkomið að hafa samband við Lilju Ármannsdóttur skólastjóra Suðurhlíðarskóla ef spurningar vakna.

Um Sigrúnu: Sigrún er tónmenntakennari frá Tónlistarskólanum í Reykjavík. Framhaldsnám í söng stundaði hún í London, Michigan í Bandaríkjunum, Vínarborg og í Kaupmannahöfn. Sigrún hefur komið fram sem söngkona með Kammersveit Reykjavíkur, sungið hlutverk í Íslensku óperunni, starfað með sönghópnum Hljómeyki og komið fram sem einsöngvari á tónleikum hér heima og erlendis. Sigrún er kennari í píanóleik, einsöng og forskóla við Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar. Sigrún hefur áhuga á að stunda tónlistina og njóta hennar með því að sækja tónleika. Ennfremur að vera með fjölskyldu sinni, vinna í garðinum og starfa með nemendum sínum.

Hvern á að tala við til að skrá nemanda?
Umsjónarkennara eða skólastjóra - og fylla út umsókn á www.tonskolinn.com

Er kennt á önnur hljóðfæri?
Verið er að skoða mögulega á að stunda guitar- og/eða fiðlunám. Áhugasamir eru beðnir hafa samband við skólastjóra.

 

 

Log in