Skjöldur, eineltisáætlun

Facebook hópar

Lokaðir facebook-hópar fyrir foreldra, kennara og nemendur sem náð hafa tilskyldum aldri:

 

Yngsta stig

 

 

Miðstig

 

 

Unglingastig

 

Lesa meira...

Einkaakstur

Vettvangsferðir eru stór hluti af skólastarfinu. Oftast er farið á einkabílum ef ekki er hægt að nota strætisvagna, þar sem þar sem hóparnir okkar eru smáir og kostnaður við rútur er hár.

Þátttaka foreldra er mikilvæg á þessu sviði, en þeir sem hafa tök á hjálpa þá oft til með akstur.

Forráðamenn eru beðnir um að skrifa undir samþykkii fyrir því að börn þeirra fari í ferðir á einkabílum með kennurum eða öðrum foreldrum.

Lesa meira...

Hlutverk foreldra og skólans

Hlutverk foreldra er að:
vera í góðu sambandi við kennarann
kynna sér námsefni og námstilhögun barna sinna
kynna sér aðstæður barna sinna í skólanum
mæta í nemenda- og foreldraviðtöl
tilkynna veikindi barna sinna
fara yfir skólareglur skólans með börnum sínum
kenna börnum sínum og sjá til þess að þau:
-séu stundvís
-stundi nám sitt af alúð
-séu vandvirk, kurteis og sýni öðrum virðingu
-hafi allt í röð og reglu í skólatöskunni og nauðsynleg gögn meðferðis
-hafi með sér hollt nesti
-hafi með sér skjólfatnað í samræmi við veður
hafa strax samband við skólann verði þeir óánægðir með eitthvað innan skólans
ræða ekki ágreiningsefni milli sín og skólans svo börnin heyri

Hlutverk skólans er að:
sjá til þess að börnin fái kennslu við hæfi
sjá til þess að börnunum líði vel í skólanum svo þau nái sem bestum árangri í námi
koma í veg fyrir að ofbeldi, einelti eða stríðni viðgangist í skólanum
styðja börnin í því að fara eftir skólareglum
láta foreldra vita ef barn þeirra brýtur skólareglurnar
veita gæslu í frímínútum
eiga gott samstarf við foreldra

Lesa meira...

Mentor

Við notum samskiptakerfið mentor.is og ætlumst til að allir foreldrar og nemendur fylgist með þar.

Inn á mentor eru skráðar námsáætlanir, markmið, heimanám, ástundun, einkunnir og margt fleira.

 

http://mentor.is/

Lesa meira...
Subscribe to this RSS feed

Log in