Bleikur dagur

Í dag var Bleikur dagur um allt land. Á Bleika deginum hvetur Krabbameinsfélagið landsmenn til að klæðast bleiku svo allar konur sem greinst hafa með krabbamein finni stuðning okkar og samstöðu.

Bleikur litur gefur mikla gleði og andrúmsloftið í skólanum var létt og skemmtilegt, ekki annað hægt þegar gangarnir eru fullir af alls konar bleikum litum á hreyfingu.

Verðlaun voru veitt fyrir bleikasta nemandann; bleik ljósasería, sem var vafin utan um sigurvegarann. Saga í 4. bekk hreppti hnossið, var dregin úr hópi þeirra sem tóku þetta alla leið og voru klæddir bleiku frá toppi til táar.