Fjáröflun 9. og 10. bekkjar, pizzadeig til sölu

Sæl og blessuð.

Nú eru 9. og 10. bekkur að fara í skólaferð til vinaskóla okkar í Noregi í apríl. Þau fara í tvær flugvélar til að komast alla leið til Tromsø og eru því með fjáröflun í gangi. Þau langar að bjóða ykkur að kaupa súrdeigs pizzudeig. Hver kúla er 250 g

5 stk. pizzadeig saman á 2.000 kr. eða
10 stk. pizzadeig saman á 3.500 kr. 

Þetta afhendist fimmtudaginn 17. nóv eða föstudaginn 18. nóv í frystipoka. 

Pantanir þurfa að berast fyrir mánudaginn 14. nóv og þið þurfið jafnframt að leggja inn fyrir þann dag á reikning: 0130-26-290579, kt. 290579-3179.

Pantanir berist Tobbu á thorbjorg.asta@gmail.com