Frumsýning Gunnlaugs sögu Ormstungu

Kvikmyndin verður sýnd á sal hér í skólanum á morgun, ÞRIÐJUDAGINN 16. MAÍ KL. 18:00.
Miðaverð er 1.000 kr. og innifalinn er aðgangur að margarita-pizzahlaðborði og djús.

Nemendur í kvikmyndavali 9. og 10. bekkjar réðust í það viðamikla verkefni að kvikmynda Gunnlaugs sögu Ormstungu í fullri lengd núna eftir áramót. Öllu var tjaldað til og þau sáu um þetta ALLT sjálf; tökur, handrit, búninga, klippingu, hljóð… allt saman!

Nú er komið að því að þau ætla að sýna okkur afraksturinn.

Vert er að vara við að þar sem um Íslendingasögu er að ræða taldi hópurinn ógerlegt að koma sögunni til skila án sverðaglamurs og annars tilheyrandi ofbeldis, svo foreldrar barna yngri en 12 ára verða að ákveða hvort þeirra börn fái að horfa eða ekki.  Endilega horfið á meðfylgjandi stiklu til að geta tekið upplýsta ákvörðun: https://www.youtube.com/watch?v=tJA9vo7dcjw

Við vonumst til að sjá ykkur sem allra flest hér í skólanum á morgun.