Húsfyllir á frumsýningu Gunnlaugs sögu Ormstungu
Í kvöld frumsýndu 9. og 10. bekkingar skólans fyrstu kvikmynd í fullri lengd sem við vitum um að gerð hafi verið eftir Gunnlaugs sögu Ormstungu. Óhætt er að segja að mikill metnaður hafi verið lagður i verkið og ljóst að þarna fara meistarar framtíðarinnar á ferð; handritagerð, myndataka, búningar, persónusköpun, klippingar, ljós, hljóð… þau sáu um þetta allt sjálf! Meira að segja er kvikmyndin textuð, það var hugsað fyrir öllu.
Kvöldið gekk glimrandi vel og mikil ánægja viðstaddra með kvikmyndina.
Eins og í alvöru frumsýningarpartýi birtum við hér vel valdar myndir frá kvöldinu.
Áhugasamir geta svo horft á kvikmyndina hér