Nýr skólastjóri Suðurhlíðarskóla

Undanfarin fimm ár hef ég gegnt stöðu skólastjóra Suðurhlíðarskóla, en  flyt  mig nú um set og leyfi öðrum taka við þessum frábæra skóla. Við erum svo lánsöm að Þóra Sigríður Jónsdóttir hefur verið ráðin sem nýr skólastjóri Suðurhlíðarskóla, en hún lauk B.Ed í grunnskólafræðum frá Kennaraháskóla Íslands 1999 og meistaranámi í guðfræði 2009.
Þóra Sigríður hefur starfað sem grunnskólakennari í mörg ár. Hún starfaði sem kennari við Suðurhlíðarskóla árin 1999 – 2006 og umsjónarkennari í Sandgerðisskóla, ásamt því að kenna þar íslensku sem annað mál. Síðastliðin ár hefur hún starfað sem aðalritari Kirkju sjöunda dags aðventista á Íslandi.

Þóra Sigríður mun hefja störf 1. ágúst 2024.

Ég óska Þóru hjartanlega til hamingju með stöðuna og Guðs blessunar í starfi. Ég þekki Þóru persónulega og veit að hún mun sinna starfinu afbragðs vel og af öllu hjarta.
Í viðhengi sjáið þið þessa fallegu mynd af Þóru.

Kær kveðja,
Lilja Ármannsdóttir