Fréttir

19 jún'24

Nýr skólastjóri Suðurhlíðarskóla

Undanfarin fimm ár hef ég gegnt stöðu skólastjóra Suðurhlíðarskóla, en  flyt  mig nú um set og leyfi öðrum taka við þessum frábæra skóla. Við erum svo lánsöm að Þóra Sigríður Jónsdóttir hefur verið ráðin sem nýr skólastjóri Suðurhlíðarskóla, en hún lauk B.Ed í grunnskólafræðum frá Kennaraháskóla Íslands 1999 og meistaranámi í guðfræði 2009. Þóra Sigríður…

Nánar
31 mar'23

Árshátíð

Í gær var árshátíð hér í Suðurhlíðarskóla. Henni var tvískipt: 1.-7. bekkur fagnaði prúðbúinn fyrri hluta dagsins og 8.-10. bekkur mætti galvaskur um kvöldverðarleytið. Hér var mikið sprell og húllum hæ allan daginn. Unglingarnir komu allir klæddir sem ,,látinn, frægur einstaklingur” og virkilega gaman að sjá hugmyndaauðgina hjá þeim. Árshátíðin okkar er smá í sniðum…

Nánar
25 mar'23

Þemadagar í árshátíðarviku

Vikan 27.-31. mars er árshátíðarvika Suðurhlíðarskóla. Hæst bera leikar hjá okkur fimmtudaginn 30. mars þegar árshátíðir skólans fara fram, en við ætlum að fagna alla vikuna og gera okkur glaðan dag alla dagana. Á mánudaginn er brjálaður hárdagur. Þá hvetjum við alla til að skarta óvenjulegri hárgreiðslu – því frumlegri og skrýtnari greiðsla; því betra!…

Nánar
16 mar'23

Mín framtíð, framhaldsskólakynning fyrir 9. og 10. bekk

Í dag fóru 9. og 10. bekkur skólans í rútuferð í Laugardalshöllina á sýninguna Mín framtíð. Mikið ofboðslega er þetta flott sýning og vel staðið að allri skipulagningu. Allir framhaldsskólar landsins eru með bása á sýningunni sem veita innsýn í það helsta sem hver og einn þeirra hefur upp á að bjóða. Ljóst er að…

Nánar
15 mar'23

Dagur stærðfræðinnar

14. mars er dagur stærðfræðinnar og hann bar upp í gær. Nokkrir herramenn úr 9. og 10. bekk höfðu undirbúið daginn vel um nokkurn tíma og tóku hann enda með trompi! Þeir klæddu sig upp í spariföt, mættu með heimabakaðar kökur handa bekkjarfélögum sínum og stóðu fyrir samsöng á Lofsöngnum eftir morgunbæn. Dagurinn náði svo…

Nánar
13 mar'23

Nemendaráð að störfum

Í skólanum viljum við ýta undir nemendalýðræði og þátttöku nemenda í skólastarfinu almennt. Þess vegna þykir okkur mjög mikilvægt að hafa öflugt nemendaráð – sem leggur sig fram um að hlusta á alla nemendur og gefur þeim tækifæri til að tjá sig. Í dag fóru fulltrúar nemendaráðs í heimsóknir í alla bekki og ræddu við…

Nánar
10 mar'23

Upplestrarkeppnin í Suðurhlíðarskóla

Við höfum valið fulltrúa til að taka þátt í Stóru upplestrarkeppninni fyrir skólans hönd í vor. Þátttaka í litlu keppninni okkar hér í skólanum í vikunni var mjög góð og starfsfólk skólans táraðist af stolti yfir öllum þessum vel lesandi börnum sem stigu á svið. Því miður takmarkast sæti okkar í stóru keppninni við 2…

Nánar
10 feb'23

7. bekkur skólans í 3. sæti stuttmyndasamkeppni Sexunnar

Þau gleðitíðindi bárust okkur í gær að 7. bekkur skólans hefði hreppt 3. sætið í stuttmyndasamkeppni Sexunnar með kvikmynd sinni Tælingu. Stuttmyndasamkeppnin er fyrir nemendur í 7. bekk á öllu landinu og er samstarfsverkefni fjölmargra aðila. Þema keppninnar er stafrænt ofbeldi og í gegnum myndirnar sýna nemendur hvað stafrænt ofbeldi er, hversu slæmt það er…

Nánar
21 des'22

Jólastundir fyrir jólafrí

Síðustu dagarnir fyrir jólafrí hafa verið alveg dásamlegir. Fyrst voru það litlu jólin, þar sem við sprelluðum og skemmtum okkur saman og svo var það hátíðlega stundin okkar í kirkjunni á Kirkjujólum. Það eru alveg dásamleg forréttindi að fá að ljúka árinu saman í kirkjunni; rifja upp söguna af því þegar Jesús kom í heiminn…

Nánar