Uncategorized
Kirkjujól 2020 – Dagskrá og hlekkur á streymi
Kæru nemendur, foreldrar, velunnarar og aðrir aðstandendur Suðurhlíðarskóla. Við viljum með stolti bjóða ykkur að njóta rafrænna Kirkjujóla með okkur í ár, föstudaginn 18. desember kl. 17:00. Dagskrá kirkjujóla finnið þið á meðfylgjandi mynd, eða hér Kirkjujól 2020, og hlekkurinn á streymið er hér: https://www.youtube.com/channel/UCuiaZ2ezOU9pNEl-BgePy8g (tengillinn er því miður ekki virkur hér en þið getið…
NánarSkipulag litlu jóla og Kirkjujóla
Litlu jól skólans verða haldin sem hér segir: 1.-5. bekkur: Fimmtudaginn 17. desember kl. 10:00-12:00 6.-8. bekkur: Fimmtudaginn 17. desember kl. 18:00-21:00 9. og 10. bekkur: Miðvikudaginn 16. desember kl. 18:30-22:00 Kirkjujól verða rafræn, föstudaginn 18. desember kl. 17:00. Nemendur mæta ekki í skólann þann dag. Við setjum hlekk á Kirkjujólin hér inn þegar nær…
NánarJólahangikjötið
Kristjana matráður töfraði fram dýrindis hangikjöt fyrir nemendur og starfsfólk skólans í dag, líkt og hún hefur ávallt gert rétt fyrir jólin. Skólinn hefur ilmað af hangikjötinu frá því í gær og loksins fengum við að borða það núna í hádeginu. Grænkerarnir fengu dýrindis hnetusteik og brúna sósu. Jólaundirbúningurinn er kominn á fullt skrið; Upptökum…
NánarJólaskreytingardagurinn mikli
Á miðvikudaginn tókum við okkur hlé frá lærdómi og skreyttum skólann hátt og lágt. Mikið kapp var lagt á að skreyta sem mest og margir máttu ekki einu sinni vera að því að fara í frímínútur því þeir voru svo uppteknir af föndrinu og skrautinu. Þessi dagur var svo sannarlega kærkominn fyrir okkur öll og…
NánarVetrarleyfi 22.-26. okt 2020
Við vonum að allir hafi það gott í haustfríinu sem nú er að hefjast og hvetjum alla til að vera heima og hafa það kósý. Njótið haustsins saman með göngutúrum, bókalestri, spilum, leikjum og uppbyggjandi samveru. Við hlökkum til að hitta nemendur aftur, endurnærða, á þriðjudaginn.
NánarNýir meðlimir skólans
Sl. mánudag mættu nýir meðlimir í skólann og hafa þær hlotið þær hjartnæmustu og innilegustu móttökur sem hægt er að hugsa sér. Um er að ræða 2 litlar dverghamstrasystur, rétt tæplega 2 mánaða, sem við fengum gefins frá Dýragarðinum Slakka. Þær eru enn að venjast nýja umhverfinu sínu svo við erum ekki farin að leika…
NánarÞátttaka í hjálparstarfi, samfélagsþjónusta
Eitt af gildum Suðurhlíðarskóla er þjónusta. Orðið er víðtækt og stendur bæði fyrir þjónustuna sem við viljum veita nemendum okkar en einnig þá þjónustu sem við getum veitt út í samfélagið. Í Biblíunni er mikið talað um þjónustu og þá sérstaklega gagnvart þeim sem minna mega sín. Við erum svo lánsöm að fá á hverju…
NánarSkólaslit og útskrift 2020
Skólaslit Suðurhlíðarskóla fara jafnan fram að kvöldi síðasta skóladags. Nemendur, foreldrar og aðrir nánir aðstandendur mæta þá prúðbúnir í hátíðarsal skólans og eiga þar saman góða stund. Allir nemendur eru kvaddir með einkunnaspjaldi og rós en 10. bekkingarnir eru leystir út með gjöfum og vel undirbúnum kveðjuorðum. Það er ávallt erfitt að kveðja flotta nemendur…
NánarVordagar 2020
Síðustu viku skólaársins nýtum við jafnan til útiveru, samvista og leikja. Okkur finnst mikilvægt að kveðja skólaárið með stæl og skapa góðar minningar áður en sumarleyfið brestur á. Sú hefð hefur skapast að eyða einum vordegi í Siglingaklúbbnum Ými. Þar fáum við að sigla á árabátum, kajökum, seglskútu og jafnvel spíttbát. Þeir allra hörðustu toppa…
NánarVið óskum eftir dollum fyrir ræktun eldri nemenda
Eitt verkefna mið- og unglingastigs sem lýtur að sjálfbærni er ræktun matjurta sem verða nýttar í mötuneyti skólans í haust. Nemendur okkar voru mjög duglegir við sáninguna og í sólskini síðastliðinna vikna hafa litlu fræin orðið að stæðilegum, plássfrekum plöntum. Krakkarnir hafa margir verið duglegir að koma með plastdollur (t.d. undan skyri og jógúrti) en…
Nánar