Uncategorized

09 jún'21

Skólaslit og útskrift 2021

Skólaslit og útskrift verða sem hér segir: 9. og 10. bekkur: Miðvikudaginn 9. júní kl. 19:00. Foreldrar og systkini velkomin með, boðið verður upp á léttar veitingar að útskrift lokinni. 1.-8. bekkur: Fimmtudaginn 10. júní kl. 17:00. Eitt foreldri er velkomið með hverjum nemanda, boðið verður upp á íspinna að skólaslitum loknum    

Nánar
08 jún'21

Vorferð á Hlíðardalsskóla

Í dag leigðum við rútu og skunduðum með alla nemendur skólans í dagsferð á Hlíðardalsskóla. Það skiptir okkur miklu máli að kynna þennan dásamlega stað fyrir nemendum okkar og að þau læri snemma að þar sé gaman að vera. Við skelltum okkur í pappabátakeppni, lékum okkur í íþróttahúsinu og úti á flöt, fórum í ratleik…

Nánar
07 jún'21

Siglingadagur skólans í boði Siglingaklúbbsins Ýmis

Við erum svo heppin að nágrannar okkar, Siglingaklúbburinn Ýmir, er skólanum einstaklega velviljaður og hefur boðið okkur í heimsókn til sín á hverju vori í 5 ár. Krakkarnir fá að prófa árabáta, kajak og mótordrifið tryllitæki (öryggis- og þjónustubátinn). Þeir hörðustu hoppa út í sjó, enda ekki neitt að óttast þegar maður er kominn í…

Nánar
04 jún'21

Náttúruleikar í lok útikennsluviku

Í dag fögnuðum við lokum einstaklega vel heppnaðar útikennsluviku með Náttúruleikunum, sem voru í boði Steinunnar og 6.-8. bekkjar. Hugmyndin að Náttúruleikunum var að skapa skemmtilegar þrautir sem nemendur gætu leyst saman (flestar úti), í smáum hópum. Krakkarnir lögðu mikla vinnu í að búa til alls kyns þrautir; smíðuðu stultur, söguðu út hringi í tréspjald…

Nánar
03 jún'21

Nýr útibekkur í vinnslu

Sem betur fer eru ekki allir eins og krakkarnir hafa mismunandi áhugamál og hæfni. Það er algerlega frábært þegar nemendur finna sig í skapandi verkefnum sem gefa af sér til annarra. Gott dæmi um það er þegar 7. bekkingur tekur að sér að smíða bekki kringum eldstæðið. Þessir drumbar eru ekki léttir og jarðvegurinn sem…

Nánar
02 jún'21

Holan

Holan var opnuð í dag! Og þvílíkt gull sem valt út úr henni! En, hvað er Holan? Holan var mokuð af nemendum og Hjördísi stærðfræðikennara. Í Holuna settum við eldivið, álpappír, sprek og gullfalleg leirlistaverk sem bæði nemendur og kennarar höfðu mótað sl. vikur undir leiðsögn og hvatningu Kristínar listgreinakennara. Það var að mörgu að…

Nánar
01 jún'21

Útikennsla

Það er heldur betur líf og fjör á skólalóðinni okkar þessa dagana, því nánast allir tímar eru útikennsla. Við erum svo þakklát fyrir sólina og góða veðrið sem leikur við okkur (þolum alveg nokkra dropa og léttan andvara inn á milli sólargeislanna) og við erum alveg svakalega þakklát fyrir Óla skóg, sem mætir til okkar…

Nánar
26 maí'21

Tónleikar skólakórsins í kvöld kl. 19:00

Loksins, loksins! Tónleikar til styrktar kaupum á nýjum leiktækjum á skólalóðina: Fjáröflunartónleikar skólakórs Suðurhlíðarskóla verða kl. 19 í kvöld, miðvikudaginn 26. maí, og við deilum hlekknum að LIVE YOUTUBE upptöku á facebook nokkrum mínútum áður en tónleikarnir hefjast. Það geta allir fylgst með á netinu! Einnig er hægt að finna tónleikana með því að: -Fara…

Nánar
17 maí'21

Útikennsla

Veðrið hefur leikið við okkur nú í maí og við stóðumst ekki mátið að skella okkur út og grilla brauð á greinum um daginn. Við sungum upp úr Skátasöngvum, undir styrkri stjórn nemanda 5. bekkjar og undirtektir voru afbragðs góðar. Fyrsta vikan í júní verður alfarið helguð útikennslu. Þá förum við m.a. í skóginn, brennum…

Nánar
14 maí'21

Tónleikar skólakórsins, miðvikudaginn 26. maí

Skólakór Suðurhlíðarskóla mun, ásamt gömlum nemendum, halda fjáröflunartónleika 26. maí kl. 19:00. Tónleikunum verður streymt á heimasíðu skólans. Endilega takið daginn frá og mætið á tónleika skólakórs Suðurhlíðarskóla heima í stofu. Við erum að safna fyrir nýju leiktæki á skólalóðina og tökum á móti frjálsum framlögum.  Reikningur:101-05-207272,  kennitala: 440169-3259  Vinsamlegast merkið gjöfina: Skólakór.

Nánar