Foreldrafélagið

Foreldrafélag Suðurhlíðarskóla

Almennar upplýsingar

Foreldrafélag er formlegur samstarfsvettvangur forráðamanna þar sem þeim gefst kostur á að ræða skólagöngu og uppeldi barna og hafa áhrif á félagsstarf skólans. Foreldrafélagið sér um pylsupartý við skólaslit og skipuleggur fræðslukvöld, bingókvöld og aðra viðburði.

Foreldrafélagið nýtur ekki fastra styrkja en aflar fjár með innheimtu félagsgjalda og gjaldtöku viðburða sem haldnir eru í fjáröflunarskyni.

 

Foreldrafélag Suðurhlíðarskóla starfar skv. 9. gr. laga um grunnskóla. Þar segir að við hvern grunnskóla skuli starfi foreldrafélag.

Foreldrafélagið setur sér starfsreglur, m.a. um kosningu í stjórn félagsins og kosningu fulltrúa í skólaráð.

Hlutverk foreldrafélagsins eru m.a. að:

  • styðja við skólastarfið
  • stuðla að velferð nemenda skólans
  • efla tengsl heimilis og skóla
  • hvetja til virkrar þátttöku forráðamanna í skólastarfi
  • sinna hagsmunagæslu, aðhaldi og eftirliti með skólastarfinu

Stjórn foreldrafélagsins gerir sér verkefnaskrá fyrir hvert ár og er hún birt á heimasíðu skólans þegar hún er tilbúin. Nöfn og netföng eru uppfærð að loknum aðalfundi foreldrafélagsins hvert haust.

Handbók foreldrafélaga grunnskóla

Samtökin Heimili og skóli hafa gefið út handbækur fyrir fulltrúa foreldra á öllum skólastigum. Þar er að finna greinagóðar lýsingar á starfi foreldrafélaga og foreldra- og skólaráða.

Hér getur þú nálgast handbókina sem pdf skjal. Handbók foreldrafélaga grunnskóla.

 

Stjórn félagsins

Fulltrúar foreldra í skólaráði eru Hrund Gautadóttir og Randi Whitney Stebbins.

Stjórn foreldrafélags Suðurhlíðarskóla skipa:

Kristín Birna Benónýsdóttir

Þorgerður Gefjun Sveinsdóttir

Þorsteinn Aðalsteinsson

Róbert Orri Brooks Skúlason

  •  

Fundir

Næsti fundur skólaráðs verður haldinn þann: í febrúar

 

Fréttir úr starfi

Skoða fréttir