Í Suðurhlíðarskóla fer fram samkennsla árganga í litlum hópum þar sem fjöldi nemenda í hverjum árgangi stjórnar fjölda árganga í hverjum bekk. Hver bekkur telur að jafnaði 10-14 nemendur, reglan er sú að fjöldinn fari ekki yfir 16 nemendur í bekk.

Kennslan er skipulögð sem hefðbundin bekkjarkennsla þar sem nemandi tilheyrir bekk og umsjónarkennara. Mikil áhersla er lögð á einstaklingsmiðað nám, sem gengur vel upp í smáum nemendahópum sem okkar.

Með því að smella á hvern hóp fyrir sig má finna helstu upplýsingar um þá; bekkjarstærðir, kennara, kennslufyrirkomulag o.fl.

 

 

Skapandi vinnustofur

Í vinnustofum vinnum við samkvæmt stefnu skólans um einstaklingsmiðað nám, rannsóknarvinnu nemenda og skapandi skólastarf.   Vinnustofur allra hópa eru á sama tíma í stundatöflu til að efla samstarf kennara og samvinnu nemenda og  vægi er sett á áhugasviðsverkefni. Gert er ráð fyrir að nemendur halda reglulega kynningar fyrir foreldra, sem er bæði góð þjálfun fyrir þau og styrkjandi fyrir tengsl skóla og foreldra.

 

 

 

Útinám

Staðsetning skólans hér í Reykjavík er einstök. Við erum í nálægð bæði við fjöruna og grenndarskóginn okkar og höfum ágætis möguleika til útræktunar á skólalóðinni. Nemendur njóta þess fram í fingurgóma að vinna vorverkin bæði í útiræktuninni og í grenndarskóginum.
Þetta er eitthvað sem við viljum vissulega halda áfram að þróa.

Nemendur og starfsfólk skólans eru einnig duglegir að nýta fjölbreytta útivistarmöguleika svæðisins. Mið- og unglingastig ganga/hlaupa reglulega míluna. Þetta er ekki bara tími fyrir alla að hreyfa sig heldur einnig til að kynnast og ræða saman fyrir utan skólann.

 

Samfélagsþjónustunám

Samfélagsþjónustunám er áberandi í skólanum og taka nemendur og starfsfólk skólans  þátt í skemmtilegum samfélagslegum verkefnum á hverju skólaári.

Það hefur gefið nemendum og starfsfólk mikið að fá að taka þátt í verkefnum í samfélagsþjónustu og okkur þykir mikilvægt að staldra við, líta í kringum okkur og gefa gaum
þeim sem minna mega sín. Við stefnum á að setja fleiri samfélagstengda viðburði á
skóladagatal næsta skólaárs.

1. - 4. bekkur

5. bekkur

6. - 8. bekkur

9. og 10. bekkur