Í Suðurhlíðarskóla fer fram samkennsla árganga í litlum hópum þar sem fjöldi nemenda í hverjum árgangi stjórnar fjölda árganga í hverjum bekk. Hver bekkur telur að jafnaði 10-14 nemendur, reglan er sú að fjöldinn fari ekki yfir 16 nemendur í bekk.
Kennslan er skipulögð sem hefðbundin bekkjarkennsla þar sem nemandi tilheyrir bekk og umsjónarkennara. Mikil áhersla er lögð á einstaklingsmiðað nám, sem gengur vel upp í smáum nemendahópum sem okkar.
Með því að smella á hvern hóp fyrir sig má finna helstu upplýsingar um þá; bekkjarstærðir, kennara, kennslufyrirkomulag o.fl.