Námsmat

Í Suðurhlíðarskóla leitumst við eftir að gefa nemendum endurgjöf að loknum verkefnum og prófum út frá hæfniviðmiðum aðalnámskrár grunnskóla. Þannig eru nemendur okkar upplýstir jafn óðum um stöðu þeirra gagnvart þeim viðmiðum sem við eiga hvert skipti og geta þá sniðið áherslur sínar í náminu í samræmi við þær. Lokamat byggir svo á þeim verkefnum sem metin hafa verið auk óáþreifanlegri þátta eins og t.d. virkni í tímum, þátttöku í umræðum og þess háttar.

Námsmatið er í flestum tilfellum sýnilegt nemendum og foreldrum þeirra í Mentor þar sem það birtist á hæfnikorti nemanda.

Við leggjum okkur fram um að gera nemendum það ljóst við fyrirlögn verkefna hvers við væntumst. Nemendur eru upplýstir um eftir hvaða markmiðum hvert verkefni verður metið.

Þegar lokamat er lagt fram eru niðurstöðurnar dregnar saman í eina hæfnieinkunn í hverju fagi.

Kvarðinn sem við notum við lokamat á yngsta stigi er settur fram í táknum:

Á miðstigi og unglingastigi setjum við kvarðann við lokamat fram í bókstöfum:

Nemendur sem ekki ná nauðsynlegum hæfniviðmiðum fá ávallt skráða umsögn um námið frá kennara með sinni einkunn.