Frístundastarf

276965733_507820474090119_1614089153296712370_n

Kósýkot

Frístundarheimili

Kósýkot er frístundarheimili Suðurhlíðarskóla. Það er starfrækt í skólabygginningunni eftir að hefðbundnum skóladegi lýkur til kl. 17:00 og er fyrir nemendur okkar í 1. – 4. bekk. Kósýkot hefur gott leiksvæði til umráða; stofu 5, salinn, torgið og gangana ásamt útisvæði skólans.

Í Kósýkoti leitumst við eftir að hafa starfið sem fjölbreyttast og skapa börnunum heimilislegt og öruggt umhverfi.

Beinn sími Kósýkots er 778-1334

 

Fréttir úr Kósýkoti 

Félagsmiðstöð

Klúbbur

Nýlega var stofnuð félagsmiðstöð á vegum skólans sem gegnir því hlutverki að gefa krökkunum tækifæri til samvista eftir að skóladeginum lýkur, undir handleiðslu starfsmanna.

Félagsmiðstöðin hefur aðsetur sitt í hátíðarsal skólans og býður upp á ýmis tilboð fyrir krakka í 5.-8. bekk, t.d. skák, stuttmyndaklúbb og bökunarklúbb.

Félagsmiðstöðin er opin mánudaga til fimmtudaga, frá því skóla lýkur, til kl. 16:30.