felags2

Kósýkot

Frístundarheimili

Kósýkot er frístundarheimili Suðurhlíðarskóla. Það er starfrækt í skólabygginningunni eftir að hefðbundnum skóladegi lýkur til kl. 17:00 og er fyrir nemendur okkar í 1. - 4. bekk. Kósýkot hefur gott leiksvæði til umráða; stofu 5, salinn, torgið og gangana ásamt útisvæði skólans.

Í Kósýkoti leitumst við eftir að hafa starfið sem fjölbreyttast og skapa börnunum heimilislegt og öruggt umhverfi.

Beinn sími Kósýkots er 778-1334

felags2

Unglingastarf Aðventkirkjunnar

Klúbbur

Engin félagsmiðstöð er starfandi tengd skólanum en nemendur okkar eru hvattir til að sækja félagsmiðstöðvarnar í sínum hverfum.

Þar sem skólinn er rekinn af Kirkju sjöunda dags aðventista bjóðum við nemendum okkar upp á að sækja klúbba sem kirkjan starfrækir fyrir unglinga í skólabyggingunni.

fristund2
fristund2