Nemendafélag Suðurhlíðarskóla

Almennar upplýsingar

KOSNINGAR

Allir nemendur 8 -10. bekkjar geta boðið sig fram til að sitja í stjórn nemendafélags/ráðs.

Formaður kemur úr 10. bekk,
varaformaður kemur úr 9. eða 10. bekk,
gjaldkeri kemur úr 9. - 10. bekk,
ritari kemur úr 8. - 10. bekk,
meðstjórnandi kemur úr 8. bekk.

Kosið er í upphafi hvers skólaárs, kosningarétt hafa allir nemendur á unglingastigi.

HLUTVERK ÞEIRRA SEM SITJA Í STJÓRN

Formaður ber höfuðábyrgð; hann skipuleggur fundi (í samráði við kennara sem starfar með stjórninni) og ber ábyrgð á því að allir stjórnarmeðlimir taki þátt.
Varaformaður styður formanninn og tekur við hans störfum ef formaðurinn forfallast.
Gjaldkeri sér um peningamál nemendafélagsins; gerir fjárhagsáætlun, rukkar inn á skemmtanir og heldur utan um stöðuna á sjóði nemendafélagsins. Hann heldur utan um staðgreiðslunótur og kostnað viðburða.
Ritari skráir fundagerðir í fundargerðarbókina og heldur utan um allar upplýsingar varðandi viðburði. Ritari sér um að búa til auglýsingar, stofnar og heldur utan um hóp á þeim samfélagsmiðli sem flestir nemenda nota.
Meðstjórnandi tekur fullan þátt í störfum stjórnarinnar.

Ef stjórnarmeðlimur sinnir ekki sínu hlutverki er hann settur af og annar valinn í hans stað.

Reglur um stjórn Nemendafélags Suðurhlíðarskóla

• Markmið stjórnar nemendafélagsins er að efla félagstengsl nemenda, hvorutveggja á skólatíma og utan skóla.
• Í stjórn sitja 5 fulltrúar, í það minnsta einn úr hverjum árgangi
• Ráðið kemur saman til fundar einu sinni í viku.
• Mikilvægt er að þeir sem taka að sér setu í stjórn leggi sig fram um að vera góðar fyrirmyndir í námi, framkomu og starfi.
• Stjórnarmenn bera upp mál til umfjöllunar á fundum ráðsins.
• Stjórnarmenn bregðast við öllum málum sem borin eru upp.
• Stjórnarmenn skiptast á að stjórna fundunum.
• Verði nemendaráðsfulltrúar uppvísir af ósæmilegri hegðun á fundum eða utan þeirra geta þeir misst rétt til setu í nemendaráði.

Fréttir úr skólanum

Jól í skókassa

Nemendur skólans tóku þátt í verkefninu Jól í skókassa

Nánar