Nemendafélag Suðurhlíðarskóla

Almennar upplýsingar

KOSNINGAR

Allir nemendur 8 -10. bekkjar geta boðið sig fram til að sitja í stjórn nemendafélags/ráðs. Stjórnin gegnir ábyrgðarstöðum félagsins en sökum fámennis eru þær stöður fáar og almennir stjórnarfundir eru öllum meðlimum opnir, þar sem allir hafa rétt til að tjá sig og kjósa um málefni.

Formaður kemur úr 9. eða 10. bekk
Gjaldkeri kemur úr 9. eða 10. bekk
Ritari kemur úr 8. - 10. bekk,

Kosið er í upphafi hvers skólaárs og kosningarétt hafa allir nemendur á unglingastigi.

HLUTVERK ÞEIRRA SEM SITJA Í STJÓRN

Formaður ber höfuðábyrgð; hann skipuleggur fundi (í samráði við kennara sem starfar með stjórninni) og ber ábyrgð á því að allir stjórnarmeðlimir taki þátt.
Gjaldkeri sér um peningamál nemendafélagsins; gerir fjárhagsáætlun, rukkar inn á skemmtanir og heldur utan um stöðuna á sjóði nemendafélagsins. Hann heldur utan um staðgreiðslunótur og kostnað viðburða. Gjaldkeri gengur í störf formanns ef hann forfallast.
Ritari skráir fundagerðir í fundargerðarbókina og heldur utan um allar upplýsingar varðandi viðburði. Ritari sér um að búa til auglýsingar og stofnar og heldur utan um hóp á þeim samfélagsmiðli sem flestir nemenda nota.

Ef stjórnarmeðlimur sinnir ekki sínu hlutverki er hann settur af af skólastjóra og annar valinn í hans stað.

Reglur um stjórn Nemendafélags Suðurhlíðarskóla

• Markmið stjórnar nemendafélagsins er að efla félagstengsl nemenda, hvorutveggja á skólatíma og utan skóla.
• Í stjórn sitja 5 fulltrúar, í það minnsta einn úr hverjum árgangi
• Ráðið kemur saman til fundar einu sinni í viku.
• Mikilvægt er að þeir sem taka að sér setu í stjórn leggi sig fram um að vera góðar fyrirmyndir í námi, framkomu og starfi.
• Stjórnarmenn bera upp mál til umfjöllunar á fundum ráðsins.
• Stjórnarmenn bregðast við öllum málum sem borin eru upp.
• Stjórnarmenn skiptast á að stjórna fundunum.
• Verði nemendaráðsfulltrúar uppvísir af ósæmilegri hegðun á fundum eða utan þeirra geta þeir misst rétt til setu í nemendaráði.

Fréttir úr skólanum

Nýr skólastjóri Suðurhlíðarskóla

Undanfarin fimm ár hef ég gegnt stöðu skólastjóra Suðurhlíðarskóla, en  flyt  mig nú um set og leyfi öðrum taka við þessum frábæra skóla. Við erum svo lánsöm…

Nánar