25 mar'24

Páskafrí í Suðurhlíðarskóla

Síðasti kennsludagur fyrir páska var föstudagurinn 22. mars. Fyrsti skóladagur eftir páska er þriðjudagurinn 2. apríl. Starfsfólk óskar ykkur gleðilegra páska

Nánar
10 des'23

Jólabingó 13. desember!

Miðvikudaginn 13. desember kl. 17-19 verður jólabingó fyrir 1.-10. bekk og fjölskyldur. eitt bingó spjald á 500 kr/þrjú á 1000 kr. Veitingar verða seldar á staðnum. Allskonar vinningar í boði! Hlökkum til að sjá ykkur.

Nánar
10 ágú'23

Skólasetning þriðjudaginn 22. ágúst kl. 17

Skólasetning Suðurhlíðarskóla verður þriðjudaginn 22. ágúst kl. 17:00. Við byrjum á sal og svo fer hver hópur í sína stofu með umsjónarkennaranum í stutta stund. Við hlökkum til að sjá alla nemendurna og foreldra þeirra við skólasetninguna. Kennsla hefst svo skv. stundaskrám miðvikudaginn 23. ágúst.

Nánar
01 jún'23

Íþróttadagurinn

Við tökum vordögum sérstaklega hátíðlega hér í skólanum og reynum að verja góðum hluta tíma okkar úti við. Við höfum gefist upp á að bíða eftir góða veðrinu og vorinu og fögnum rigningunni og rokinu svo lengi sem það heldur sig í hófi. Við héldum því íþróttadaginn okkar hátíðlegan eins og ávallt. Í þetta skiptið…

Nánar
16 maí'23

Húsfyllir á frumsýningu Gunnlaugs sögu Ormstungu

Í kvöld frumsýndu 9. og 10. bekkingar skólans fyrstu kvikmynd í fullri lengd sem við vitum um að gerð hafi verið eftir Gunnlaugs sögu Ormstungu. Óhætt er að segja að mikill metnaður hafi verið lagður i verkið og ljóst að þarna fara meistarar framtíðarinnar á ferð; handritagerð, myndataka, búningar, persónusköpun, klippingar, ljós, hljóð… þau sáu…

Nánar
15 maí'23

Frumsýning Gunnlaugs sögu Ormstungu

Kvikmyndin verður sýnd á sal hér í skólanum á morgun, ÞRIÐJUDAGINN 16. MAÍ KL. 18:00. Miðaverð er 1.000 kr. og innifalinn er aðgangur að margarita-pizzahlaðborði og djús. Nemendur í kvikmyndavali 9. og 10. bekkjar réðust í það viðamikla verkefni að kvikmynda Gunnlaugs sögu Ormstungu í fullri lengd núna eftir áramót. Öllu var tjaldað til og…

Nánar
05 maí'23

Póstkort frá Noregi – Lokadagurinn og heimferðin

Kæru vinir og velunnarar. Lokadagurinn var alveg pakkaður hjá okkur! Við áttum smá næðisstund í skólanum snemma um morguninn en gengum svo á vísindasafnið Vitensentered með norska 9. bekknum – heppilegt að það sé staðsett svona nálægt skólanum. Þar unnum við verkefni í smáum hópum í nýsköpun og sjálfbærni; hönnuðum afurð og bjuggum til pródótýpur…

Nánar
26 apr'23

Póstkort frá Noregi, dagar 4, 5 og 6

Kæru vinir og velunnarar Dagur 4 hófst seint því við vöktum svo lengi í gær (partý með norsku krökkunum – munið – við sögðum ykkur frá því í síðasta póstkorti). Við fengum jógúrt og ávexti í morgunmat og skelltum okkur svo í tíma þar sem við kynntum verkefnin sem við höfðum unnið í smáum hópum…

Nánar
22 apr'23

Póstkort frá Noregi

Kæru vinir og velunnarar! Við erum núna búin að dvelja nokkra daga í Tromsø og hingað til hefur gengið alveg svakalega vel. Nemendurnir eru ótrúlega blíðir, góðir og kurteisir og kennararnir eru að springa úr stolti! Kennararnir leggja sig fram um að troða mat í krakkana og þó sumir velji rjómaost eða lifrarkæfu á brauðið…

Nánar