08 júl'20

Sumarleyfi

Skrifstofa skólans verður lokuð frá 1. Júlí og opnar aftur að loknu  sumarleyfi  4. ágúst. Skólasetning verður mánudaginn 24. ágúst 2020. Nánari upplýsingar verða sendar til foreldra í ágúst. Starfsfólk Suðurhlíðarskóla óskar nemendum og fjölskyldum þeirra gleðilegs sumars og þakkar fyrir samstarfið á liðnu skólaári. Sumarkveðja, Starfsfólk Suðurhlíðarskóla

Nánar
10 jún'20

Vordagar 2020

Síðustu viku skólaársins nýtum við jafnan til útiveru, samvista og leikja. Okkur finnst mikilvægt að kveðja skólaárið með stæl og skapa góðar minningar áður en sumarleyfið brestur á. Sú hefð hefur skapast að eyða einum vordegi í Siglingaklúbbnum Ými. Þar fáum við að sigla á árabátum, kajökum, seglskútu og jafnvel spíttbát. Þeir allra hörðustu toppa…

Nánar
08 maí'20

Við óskum eftir dollum fyrir ræktun eldri nemenda

Eitt verkefna mið- og unglingastigs sem lýtur að sjálfbærni er ræktun matjurta sem verða nýttar í mötuneyti skólans í haust. Nemendur okkar voru mjög duglegir við sáninguna og í sólskini síðastliðinna vikna hafa litlu fræin orðið að stæðilegum, plássfrekum plöntum. Krakkarnir hafa margir verið duglegir að koma með plastdollur (t.d. undan skyri og jógúrti) en…

Nánar
08 maí'20

Útikennsla á vordögum

Við njótum útikennslunnar þegar veðrið er gott. Nemendur 6. og 7. bekkjar æfðu sig í útieldun í góða veðrinu í apríl.

Nánar
30 apr'20

Við elskum útikennslu

Í dag 30. apríl var góða veðrið nýtt í útikennslu. Við bökuðum brauð, þreyttum aflraunir og lékum okkur saman.

Nánar
16 apr'20

Foreldraviðtöl mánudaginn 4. maí

Mánudaginn 4. maí fara fram nemenda- og foreldraviðtöl í skólanum, en sökum COVID19 bjóðum við eingöngu upp á net- og símaviðtöl að þessu sinni. Foreldrar geta skráð sig í viðtal á Mentor og umsjónarkennarar hafa svo samband varðandi nánari útfærslu. Undanfarnar vikur höfum við stytt viðveru eldri nemenda í skólanum vegna COVID-19 en þriðjudaginn 5.…

Nánar
24 feb'20

Bolludagur í Suðurhlíðarskóla

Í Suðurhlíðarskóla fögnum við Bolludegi með stæl! Sú hefð hefur skapast að unglingar skólans baka bollur fyrir nemendur og starfsfólk og bjóða upp á í kaffitímanum”  

Nánar
04 nóv'19

Jól í skókassa

Suðurhlíðarskóli hefur um árabil tekið þátt í verkefninu Jól í skókassa, með afbragðs þátttöku nemenda og foreldra. Við erum þakklát og stolt af nemendum okkar sem leggja sig fram af örlæti um að útbúa jólagjöf handa barni í Úkraínu sem þeir hafa aldrei hitt. Verkefnið er liður í þeirri stefnu skólans að leggja áherslu á…

Nánar
01 jún'19

Skólaferðalag 9. og 10. bekkjar til Noregs

Annað hvert ár fara nemendur 9. og 10. bekkjar Suðurhlíðarskóla í skólaferðalag til Tromsö, Noregi, að heimsækja vinaskóla okkar þar, Ekrehagen. Í ár var hópurinn skipaður 5 nemendum unglingastigs og umsjónarkennara. Ferðin stóð yfir frá 23. – 31. maí. Við keyrðum um og skoðuðum undur náttúrunnar og landslag sem er á margan hátt líkt okkar…

Nánar