25 mar'21

Páskakveðja

Kæru foreldrar/ forráðamenn. Íþróttadagurinn og árshátíðin gengu ljómandi vel. Eins og öðrum grunnskólum á landinu var okkur gert að loka tveimur dögum fyrr en áætlað var, þannig að páskaföndrið verður að bíða betri tíma.   Við óskum ykkur gleðilegra páska!   Skólinn hefst aftur samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 7. apríl. Þriðjudaginn 6. apríl er starfsdagur samkvæmt skóladagatali.   …

Nánar
24 mar'21

Skólahald fellur niður á morgun og föstudag

Samkvæmt fyrirmælum almannavarna fellur allt skólahald niður fram að páskum, svo hér verður enginn skóli á morgun og föstudag.  Nánari upplýsingar um skólastarf eftir páska verða sendar út um leið og þær berast okkur, í kvöld eða á morgun.   According to instructions from the Civil Protection Committee (Almannavarnir), all schools will be closed tomorrow,…

Nánar
23 mar'21

Þakkir frá Samhjálp

Við fengum skemmtilegan póst frá Samhjálp sl. föstudag og fengum leyfi til að deila honum áfram. Við viljum að þakkirnar berist öllum þeim sem tóku þátt í verkefninu með okkur – með matargjöfum, vinnuframlagi, bænum eða annars konar stuðningi. Hæ hæ  Mig langaði bara að deila með ykkur morgunmatunum þennan morguninn hér á Kaffistofunni. Ómæææ…

Nánar
19 mar'21

Perluverkefni 6.-10. bekkjar

Stærðfræði getur heldur betur verið skapandi, litrík og skemmtileg. Verkefni vikunnar hjá 6.-10. bekk var að búa til Perluna. Útfærslan var alveg frjáls og unnið var í litlum hópum svo útkoman varð allavegana. Einhverjir metnaðarfullir völdu að baka Perluna og skreyta, aðrir gerðu úr leir, sumir úr pappír og enn aðrir notuðu heldur óhefðbundnari hráefni.…

Nánar
17 mar'21

Orð í verki

Eitt af megingildum Suðurhlíðarskóla er þjónusta. Þess vegna höfum við innleitt 3 góðverkadaga undir heitinu Orð í verki, en þá vinnur allur skólinn saman að ákveðnu verkefni í þjónustu við samfélagið. Í ár ákváðum við að styrkja Samhjálp, sem vinnur virkilega göfugt starf alla daga í þjónustu við þá sem minna mega sín.  Dásemdin okkar hún…

Nánar
12 mar'21

Stóra upplestrarkeppnin

Stóra upplestrarkeppnin er viðburður sem nemendum 7. bekkja á öllu landinu hefur staðið til boða að taka þátt í síðan 1996. Suðurhlíðarskóli tók þátt í keppninni í ár, fimmtudaginn 11. mars í Háteigskirkju. Lesararnir okkar voru Jóhann Már og Kristíana Keren, en þau sigruðu innanhússkeppnina í skólanum okkar, sem haldin var fyrir stuttu. Keppnin fór…

Nánar
12 mar'21

Lestrarömmurnar mættar aftur til starfa

Í dag mættu lestrarömmurnar okkar aftur í skólann eftir alltof langa útlegð af völdum kórónuveirunnar. Lilja skólastjóri og Tobba kennari tóku vel á móti þeim og greinilega mátti sjá á fundargestum að allir voru glaðir og spenntir yfir því að geta tekið upp þráðinn að nýju. Suðurhlíðarskóli væri ekki það sem hann er án okkar…

Nánar
04 mar'21

Stóra upplestrarkeppnin í Suðurhlíðarskóla

Í vikunni var Stóra upplestrarkeppnin haldin hér í Suðurhlíðarskóla. Tveir nemendur og einn til vara voru valdir úr góðum hópi til að keppa fyrir hönd skólans gegn 14 nemendum úr 8 öðrum skólum hverfisins, þann 11. mars í Háteigskirkju. Nú taka við miklar æfingar hjá þessum krökkum og við eigum ekki von á öðru en…

Nánar
19 feb'21

Bolludagur og öskudagur

Við í Suðurhlíðarskóla elskum bollur og búninga! Við fögnuðum því líðandi viku eins og sæmir, með rjómabollum og sprelli. Sú hefð skapaðist fyrir nokkrum árum að unglingar skólans baki vatnsdeigsbollur fyrir allan skólann á bolludag og bjóði upp á þær með rjóma eða sulturjóma. Unglingarnir í ár stóðu forverum sínum ekki aftar á neinn hátt…

Nánar