01 des'21

Meiri snjó, meiri snjó, meiri snjó…

Það er fátt sem gleður meira á aðventunni en nýfallinn, hvítur snjór! Þvílík gleði meðal barnanna í frímínútum. Á skólalóðinni rísa snjóhús, snjóvirki, snjókarlar og kerlingar, sleðar bruna niður brekkuna og að sjálfsögðu er hasar á snjóboltasvæðinu. Við biðjum fyrir því að við fáum að halda snjónum fram yfir jól, hann færir svo mikla birtu…

Nánar
26 nóv'21

Jólaskreytinga- og jólapeysudagurinn

Fimmtudagurinn 25. nóvember var jólaskreytinga- og jólapeysudagurinn okkar hér í skólanum. Þá lögðum við allt hefðbundið nám til hliðar og dembdum okkur í jólaundirbúninginn. Niðurstaðan er mis-flóðlýstar stofur og jólaskraut hvert sem litið er. Bæði starfsfólk og nemendur eru orðin verulega spennt fyrir jólunum og því er þessi upplyfting kærkomin. Stemningin var svo svakalega góð…

Nánar
24 nóv'21

Kosningar nemenda til skólaráðs

Á dögunum kusu nemendur skólans sína fulltrúa í skólaráð. Ákveðið var að nemendur 2.-7. bekkjar kysu sér einn aðalfulltrúa og einn varafulltrúa og nemendur 8.-10. bekkjar kysu sér sömuleiðis einn aðalfulltrúa og annan til vara. Hart var slegist um sætin sem í boði voru og leitt að ekki gátu allir fengið sæti sem buðu sig…

Nánar
23 nóv'21

Ný stjórn nemendafélagsins

Í síðustu viku gengu nemendur 8.-10. bekkjar lokst til kosninga og kusu fulltrúa sína í stjórn nemendafélagsins. Nemendafélagið á að sjá um skemmtilega viðburði innan og utan skóla, fyrir nemendur á öllum skólastigum. Mest áhersla hefur þó verið lögð á viðburði fyrir 8.-10. bekk undanfarin ár og svo mun vera áfram. Meðal stærstu verkefnanna sem…

Nánar
11 nóv'21

Orð í verki – Jól í skókassa

Þessa vikuna hefur samhyggð og kærleikur flætt áþreifanlega um skólabygginguna í formi skókassa, gjafapappírs, tannbursta, leikfanga, sápustykkja, bangsa og alls kyns varnings sem nemendur skólans hafa látið af hendi rakna til að gleðja fátæk börn í Úkraínu um jólin, í gegnum verkefnið Jól í skókassa. Við höfum haft þann háttin á að nemendur koma með…

Nánar
08 nóv'21

Bjössi sax í heimsókn

Á dögunum fengum nemendur 2.-6. bekkjar skemmtilega heimsókn í tónmenntatíma frá Birni Kristinssyni saxófónleikara, sem oftast gengur undir nafninu Bjössi sax. Björn kynnti hljóðfærið sitt, í hvaða flokki hljóðfæra það er, hvernig það virkar og hvernig það hljómar. Krakkarnir fengu að spila með honum og spyrja hann spurninga um hljóðfærið og tónlist. Það var gaman…

Nánar
22 okt'21

Opið hús

Við fögnuðum komandi haustfríi með því að leyfa nemendum okkar að bjóða nánustu fjölskyldu á opið hús í skólanum. Þar fluttu nemendurnir kynningar á verkefnum og sýndu ýmsan afrakstur þess sem þau hafa unnið að frá skólabyrjun. Það var alveg frábært að geta loksins boðið foreldrum, systkinum og ömmum og öfum að kíkja inn fyrir…

Nánar
15 okt'21

Bleikur dagur

Í dag var Bleikur dagur um allt land. Á Bleika deginum hvetur Krabbameinsfélagið landsmenn til að klæðast bleiku svo allar konur sem greinst hafa með krabbamein finni stuðning okkar og samstöðu. Bleikur litur gefur mikla gleði og andrúmsloftið í skólanum var létt og skemmtilegt, ekki annað hægt þegar gangarnir eru fullir af alls konar bleikum…

Nánar
30 sep'21

Félagsmiðstöðin

Félagsmiðstöð skólans er opin alla mánudaga-fimmtudaga og þar er ýmislegt brallað. Í vikunni voru krakkarnir með SPA og eins og sjá má á meðfylgjandi myndum var það alveg æðislegt og krakkarnir nutu þess svo sannarlega að dekra aðeins við sig og njóta.

Nánar
24 sep'21

Orð í verki – ADRA söfnunin

Í vikunni höfum við lært heilmargt um Mjanmar. Margt þar er mjög ólíkt Íslandi; t.d. eru sala á börnum, barnaþrælkun og barnahjónabönd staðreynd í Mjanmar og bilið milli ríkra og fátækra / sveita og borga er svakalega mikið.  Besta leiðin til að hjálpa þeim fátækustu er með menntun. ADRA (alþjóðlegt hjálparstarf Kirkju sjöunda dags aðventista)…

Nánar