21 sep'21

Orð í verki – ADRA

Á mánudaginn hófust þemadagar hjá okkur og er þemað eitt af þeim samfélagsverkefnum sem við vinnum í skólanum undir yfirskriftinni Orð í verki og tengist einnig markmiðum Sameinuðu þjóðanna – Öll börn í öllum löndum í skóla! Þetta þema vinnum við í samstarfi við ADRA, sem er alþjóðlegt hjálparstarf Aðvenkirkna. Í ár hefur ADRA sett…

Nánar
17 sep'21

Heimsóknir á Alþingi

Það hefur verið líf og fjör í skólanum í kringum kosninga-vinnustofuna sem hefur staðið yfir undanfarnar vikur. Hóparnir eru í óða önn að undirbúa sínar eigin kosningar og segja má að hiti sé farinn að færast í leikinn hjá mörgum. Það var kærkomið eftir alla innivinnuna að bregða okkur af bæ, í vettvangsferð á Alþingi.…

Nánar
13 sep'21

Starfsdagur kennara þriðjudaginn 14. september

Við minnum foreldra á að þriðjudaginn 14. september er starfsdagur kennara. Kósýkot verður opið fyrir nemendur í 1.-4. bekk og unglingarnir sem eru í ferðavali eiga að mæta kl. 8:30 því þeir eru að fara í dagsferð í Landmannalaugar.

Nánar
03 sep'21

Kosningar

Þar sem Alþingiskosningar eru á næsta leiti eru þær þemað okkar í vinnustofum þessar vikurnar. Yngstu krakkarnir lærðu allt um framkvæmd kosninga í liðinni viku, settu upp kjörseðla og kjörskrá og bjuggu svo til svakalega flottan kjörkassa. Samkvæmt reglum urðu allir að láta merkja við sig áður en þeir fengu kjörseðil og svo máttu þeir…

Nánar
26 ágú'21

Skólabyrjunarfögnuður

Okkur fannst upplagt að nýta sólina sem skein á okkur í dag til að fagna því að vera komin aftur í skólann. Steinunn kennari stóð fyrir brekkusöng, við kveiktum eld á útipönnunum okkar og þeir sem vildu fengu að grilla sykurpúða. Tilraunir voru gerðar með að grilla gulrætur, kartöflur og hnúðkál úr grænmetisgarðinum okkar og…

Nánar
06 ágú'21

Skólasetning 2021

Skólasetning Suðurhlíðarskóla verður mánudaginn 23. ágúst. Skólasetningin verður tvískipt að þessu sinni og nemendur mæta sem hér segir: 2.-6. bekkur, kl. 16:00 í sal skólans 7.-10. bekkur, kl. 17:00 í sal skólans Skólasetningin tekur um 40 mínútur og geta nemendur boðið með sér einum ættingja/aðstandanda. Kennsla hefst svo samkvæmt stundaskrá að morgni þriðjudags 24. ágúst…

Nánar
29 júl'21

Laus pláss næsta skólaár

Laus pláss eru á yngsta stigi í Suðurhlíðarskóla fyrir skólaárið 2021-2022. Hafðu samband við okkur í síma 568-7870, í gegnum netfangið lilja@sudurhlidarskoli.is eða hér á vefnum okkar www.sudurhlidarskoli.is til að fá upplýsingar um Suðurhlíðarskóla. Einnig er hægt að senda inn umsókn um skólavist hér á heimasíðu skólans.

Nánar
09 jún'21

Skólaslit og útskrift 2021

Skólaslit og útskrift verða sem hér segir: 9. og 10. bekkur: Miðvikudaginn 9. júní kl. 19:00. Foreldrar og systkini velkomin með, boðið verður upp á léttar veitingar að útskrift lokinni. 1.-8. bekkur: Fimmtudaginn 10. júní kl. 17:00. Eitt foreldri er velkomið með hverjum nemanda, boðið verður upp á íspinna að skólaslitum loknum    

Nánar
08 jún'21

Vorferð á Hlíðardalsskóla

Í dag leigðum við rútu og skunduðum með alla nemendur skólans í dagsferð á Hlíðardalsskóla. Það skiptir okkur miklu máli að kynna þennan dásamlega stað fyrir nemendum okkar og að þau læri snemma að þar sé gaman að vera. Við skelltum okkur í pappabátakeppni, lékum okkur í íþróttahúsinu og úti á flöt, fórum í ratleik…

Nánar
07 jún'21

Siglingadagur skólans í boði Siglingaklúbbsins Ýmis

Við erum svo heppin að nágrannar okkar, Siglingaklúbburinn Ýmir, er skólanum einstaklega velviljaður og hefur boðið okkur í heimsókn til sín á hverju vori í 5 ár. Krakkarnir fá að prófa árabáta, kajak og mótordrifið tryllitæki (öryggis- og þjónustubátinn). Þeir hörðustu hoppa út í sjó, enda ekki neitt að óttast þegar maður er kominn í…

Nánar