Rúntur um Reykjanes
Fimmtudaginn 4.febrúar rúntaði Ferðamálaval um Reykjanesið í fallegu veðri. Reyndar var þó nokkur vindur en það gerist oft á þessum slóðum. Við stoppuðum í Grindavík, við Brimketil, Gunnuhver, Reykjanesvita og á Brúnni milli heimsálfa. Þetta var frábær ferð í alla staði og gaman að fara þarna um með áhugasama nemendur.
NánarFerðamálaval
Fimmtudaginn 28. janúar fengu nemendur í 9. og 10. bekk að heimsækja Björgunarsveitina Ársæl. Sigurður Jónson og Svanhvít Helga Rúnarsdóttir tóku á móti okkur. Farið var yfir starfsemi sveitarinnar og nemendur fengu að skoða bifreiðar og annan útbúnað. Það var gaman að sjá hversu áhugasamir nemendur voru og duglegir að spyrja. Við þökkum Björgunarsveitinni Ársæli…
NánarKirkjujól 2020 – Dagskrá og hlekkur á streymi
Kæru nemendur, foreldrar, velunnarar og aðrir aðstandendur Suðurhlíðarskóla. Við viljum með stolti bjóða ykkur að njóta rafrænna Kirkjujóla með okkur í ár, föstudaginn 18. desember kl. 17:00. Dagskrá kirkjujóla finnið þið á meðfylgjandi mynd, eða hér Kirkjujól 2020, og hlekkurinn á streymið er hér: https://www.youtube.com/channel/UCuiaZ2ezOU9pNEl-BgePy8g (tengillinn er því miður ekki virkur hér en þið getið…
NánarSkipulag litlu jóla og Kirkjujóla
Litlu jól skólans verða haldin sem hér segir: 1.-5. bekkur: Fimmtudaginn 17. desember kl. 10:00-12:00 6.-8. bekkur: Fimmtudaginn 17. desember kl. 18:00-21:00 9. og 10. bekkur: Miðvikudaginn 16. desember kl. 18:30-22:00 Kirkjujól verða rafræn, föstudaginn 18. desember kl. 17:00. Nemendur mæta ekki í skólann þann dag. Við setjum hlekk á Kirkjujólin hér inn þegar nær…
NánarTextílverk á ganginum
Okkur þykir svo gaman að monta okkur af duglegu nemendunum okkar. Í glerskápnum á ganginum hefur nýsaumuðum dýrum þeirra verið stillt upp svo við getum notið þeirra hér í skólanum. Þar sem foreldrar og utanaðkomandi eru víst ekki velkomnir inn í bygginguna (nema undir ströngum skilyrðum) getið þið notið sýningarinnar á meðfylgjandi myndum.
NánarJólahangikjötið
Kristjana matráður töfraði fram dýrindis hangikjöt fyrir nemendur og starfsfólk skólans í dag, líkt og hún hefur ávallt gert rétt fyrir jólin. Skólinn hefur ilmað af hangikjötinu frá því í gær og loksins fengum við að borða það núna í hádeginu. Grænkerarnir fengu dýrindis hnetusteik og brúna sósu. Jólaundirbúningurinn er kominn á fullt skrið; Upptökum…
NánarJólaskreytingardagurinn mikli
Á miðvikudaginn tókum við okkur hlé frá lærdómi og skreyttum skólann hátt og lágt. Mikið kapp var lagt á að skreyta sem mest og margir máttu ekki einu sinni vera að því að fara í frímínútur því þeir voru svo uppteknir af föndrinu og skrautinu. Þessi dagur var svo sannarlega kærkominn fyrir okkur öll og…
NánarJól í skókassa 2020
Líkt og fyrri ár tók Suðurhlíðarskóli þátt í verkefninu Jól í skókassa. Jól í skókassa er verkefni á vegum KFUM&KFUK sem gengur út á að fá fólk til að útbúa jólagjöf handa barni í Úkraínu, en þar glíma margir við sára fátækt, mörg börn búa á munaðarleysingjaheimilum og allt of mörg börn þar fá enga…
NánarStarfsfólk skólans á GLS
Þátttaka á GLS, alþjóðlegu, kristilegu leiðtogaráðstefnunni, er orðin rótgróin hefð í starfsmannahóp Suðurhíðarskóla. Í ár var ráðstefnan með rafrænum hætti, svo við komum okkur vel fyrir í skólanum og leyfðum einhverjum bestu ræðumönnum okkar tíma að fylla á andlega tankinn okkar með fjölbreyttum erindum. Við finnum hvað þátttaka í þessari ráðstefnu er mikilvæg fyrir okkur…
NánarVetrarleyfi 22.-26. okt 2020
Við vonum að allir hafi það gott í haustfríinu sem nú er að hefjast og hvetjum alla til að vera heima og hafa það kósý. Njótið haustsins saman með göngutúrum, bókalestri, spilum, leikjum og uppbyggjandi samveru. Við hlökkum til að hitta nemendur aftur, endurnærða, á þriðjudaginn.
Nánar