Í Suðurhlíðarskóla leggjum við mikla áherslu á öflugt samstarf við foreldra og eins viljum við skapa grundvöll fyrir foreldrana til að hittast og kynnast.  Nemendur okkar koma úr ólíkum áttum og oft er langt á milli heimila þeirra.

Að leika eftir skóla getur því reynst snúið í sumum tilfellum, svo til að leggja okkar af mörkum opnum við skólann fyrir foreldrum og systkinum fyrsta miðvikudag hvers mánaðar, um leið og frístund lýkur kl. 16:30.

Við spilum saman, borðum spaghettí og njótum samvista.