Heilsugæsla
Skólaheilsugæslu í Suðurhlíðarskóla er sinnt frá heilsugæslu Hlíðahverfis.
Helstu störf skólahjúkrunarfræðings eru reglubundnar skoðanir, bólusetningar, viðtöl, fræðsla og ráðgjöf af ýmsum toga, fyrirbyggjandi starf og vinna við nemendavernd.
Anna María Guðnadóttir sinnir stöðu skólahjúkrunarfræðings Suðurhlíðarskóla og viðvera hennar í skólanum er fyrir hádegi á þriðjudögum. Anna María er hjúkrunarfræðingur á heilsugæslustöðinni í Drápuhlíð, hægt er að hafa samband við hana með því að senda tölvupóst á anna.maria.gudnadottir@heilsugaeslan.is
Allir kennarar skólans sóttu skyndihjálparnámskeið Rauða kross Íslans vorið 2019. Sjúkrakassar eru í öllum kennslustofum og á skrifstofu skólans.