Hagnýtar upplýsingar
Stefna og gildi skólans
Suðurhlíðarskóli er lítill skóli í Reykjavík þar sem áhersla er lögð á að koma sem best til móts við hvern nemanda og á þátttöku, frumkvæði og ábyrgð i náminu.
Í vinnustofum vinnum við samkvæmt stefnu skólans um einstaklingsmiðað nám, rannsóknarvinnu nemenda og skapandi skólastarf.
Staðsetning skólans hér í Reykjavík er einstök. Við erum í nálægð bæði við fjöruna og grenndarskóginn okkar og höfum ágætis möguleika til útræktunar á skólalóðinni.
Samfélagsþjónustunám er áberandi í skólanum og taka nemendur og starfsfólk skólans þátt í skemmtilegum samfélagslegum verkefnum á hverju skólaári.
Suðurhlíðarskóli hefur þrjú megingildi að leiðarljósi:
ábyrgð, þátttaka og þjónusta
Skóladagurinn
Skólinn opnar kl. 7:30 og hefst kennslan í skóla kl. 8:30 og lýkur almennt kl. 13:20. Sund, íþróttir og valfög geta verið eftir 13:20 en aldrei lengur en til 16:00. Þegar skóladeginum lýkur tekur frístund við til 16:30, fyrir þá sem það kjósa. Á föstudögum lokar kósýkot kl. 16:00.
Fyrri frímínúturnar eru í 20 mínútur og frímínútur seinni hluta dags eru 10 mínútur. Hádegismatur og útivera eru 30 mín. Mikilvægt er að koma klædd eftir veðri.
Unglingadeild þarf ekki að fara út í frímínútur.
Starfsmaður er í gæslu í frímínútum.
Námsgreinar í 1. og 2. bekk
- Íslenska
- Stærðfræði
- Vinnustofur – samfélagsfræði, náttúrufræði og áhugatengd verkefni,
- List- og verkgreinar – myndmennt, heimilisfræði, textíl og smíði
- Kristinfræði
- Lífsleikni
- Tækni- og upplýsingamennt
- Íþróttir og sund
Leyfi og veikindi
- Foreldrum ber að tilkynna veikindi og leyfi strax að morgni skóladags á Mentor.is, í síma 568-7870 eða netfangið shs@sudurhlidarskoli.is
- Innivera eftir veikindi er heimil ef foreldrar óska eftir því við umsjónarkennara
- Þurfa nemendur leyfi í 1-2 daga óska foreldrar eftir því hjá umsjónarkennara
- Þurfi nemendur leyfi í meira en þrjá daga óska foreldrar eftir því á þar til gerðu eyðublaði á heimasíðu skólans
Skipulag skólaárs
Skólasetning og skólalok
- Skólasetningardagur er í kringum 23. ágúst – þann dag mæta nemendur ásamt foreldrum sínum og hitta umsjónarkennara.
- Skólaslit eru í byrjun júní – þá mæta nemendur ásamt foreldrum sínum á sal skólans þar sem er dagskrá og skólastjóri slítur skólaárinu.
Skóladagatal
Skóladagatal Suðurhlíðarskóla er birt á heimasíðu skólans með fyrirvara þar sem Skóla- og frístundaráð borgarinnar á eftir að samþykkja það, samkvæmt venju, og telst dagatalið því ekki opinbert fyrr en það hefur verið gert.
Kósýkot, – lengd viðvera
Skólinn býður upp á lengda viðveru fyrir nemendur í 1.–4. bekk í Kósýkoti að loknum hefðbundnum skóladegi.
Markmið með starfinu er að þroska félagslega færni barna í samskiptum gegnum leik og starf en boðið er upp á fjölbreytt tómstundarstarf. Kósýkot hefur aðstöðu í einni af kennslustofum skólans. Kósýkot opnar þegar kennslu lýkur hjá yngri nemendum skólans og lokar kl. 16.30 (16:00 á föstudögum).
Kósýkot er opið þrjá af fimm skipulagsdögum kennara frá kl. 8.30 – 16.00 og á foreldraviðtalsdögum, en er lokað þegar nemendur og kennarar eru í fríi. Mikilvægt er að skoða skóladagatal varðandi frídaga, hægt er að nálgast það m.a. á heimasíðu skólans: www.sudurhlidarskoli.is
Hagnýtar upplýsingar
- Suðurhlíðarskóli var stofnaður árið 1990 og er sjálfstætt starfandi grunnskóli.
- Nemendur eru um 60 í 1. – 10. bekk.
- Starfsmenn eru 13 og þar af eru um 8 kennarar
- Áhersla er á skapandi vinnustofur, útinám og samfélagsþjónustunám.
- Nemendur í 1.-2. bekk eru hámark 16.
- Skólastjóri er Steinunn Hulda Theódórsdóttir og Helga Magnea Þorbergsdóttir er deildarstjóri stoðþjónustu.
- Netföng starfsmanna skólans má finna á heimasíðu skólans sudurhlidarskoli.is
- Skólinn er opinn frá kl. 7: 30 til 16:30 mánudaga til fimmtudaga og á föstudögum frá kl. 7:30 til 16:00. Sími skólans er 568- 7870
- Netfang skólans er shs@sudurhlidarskoli.is
- Heimasíða skólans er https://www.sudurhlidarskoli.is