SHS_baeklingur_mynd_2

Kynningarbæklingur

Saman náum við árangri

Suðurhlíðarskóli er lítill skóli í hjarta Reykjavíkur, staðsettur við fjöruna í Fossvoginum. Allt starf skólans byrggir á ábyrgð, þátttöku og þjónustu þar sem samskipti innan hans einkennast af virðingu og umburðarlyndi.

Suðurhlíðarskóli er almennur grunnskóli fyrir nemendur í 1.-10. bekk og sækja nemendur af öllu höfuðborgarsvæðinu nám sitt í skólann.

Skoða bæklinginn í PDF.

Skapandi nám í Suðurhlíðarskóla

Myndskeið

Með aukinni þátttöku nemenda, innan áhugasviðs og styrkleika þeirra, verður námið skemmtilegra og frumkvæði þeirra eykst. Skapandi nám felur í sér aukin tækifæri til þátttöku í eigin námi. Listgreinum og tónllistarnámi í skólanum, ásamt fjölbreyttu vali á unglingastigi, er gert hátt undir höfði.

SHS_10x10_ads_mynd

Auglýsingar

Í litlum skóla er gott að vera

Í skóginum: Í næsta nágreni skólans er Grendarskógurinn sem breytist gjarnan í ævintýraheim og fara sögusagnir af sporum ólíklegustu villidýra sem fundist hafa í honum.

Í fjörunni: Fjaran í Fossvoginum er falin náttúruperla og fjársjóðskista yngsa stigsins.

Skoða auglýsingarnar í PDF.

Nám í nánd við náttúru

Myndskeið

Á þessum tímim er sérstaklega mikilvægt að leggja áherslu á umhverfisvernd og þess vegna er nemendum kennt að njóta útiveru og læra að virða og axla ábyrgð á náttúrunni og umhverfinu.

SHS_testimonials_mynd

Reynslusögur

Vellíðan í skólanum er undirstaða náms

Suðurhlíðarskóli er skóli þar sem komið er fram við börnin af kærleika og þeim leyft að vera þau sjálf.“ -Kennari

„Í frímínútunum erum við að safna býflugum og veiða fugla, - það er svolítið erfitt að veiða fugla.“ -Nemandi yngsta stigs

Skoðaðu reynslusögurnar í PDF.

SHS_Spil_spakk_mynd

Spil og Spakk

Auglýsing send heim til foreldra

Spil og Spakk er tveggja tíma samvera allra nemenda og foreldra skólans á virkum degi frá 16:30-18:30. Þá er spilað, eldað, lagt á borð, borðað og spjallað.

Þessi kvöld hafa verið mjög vinsæl og ekki síst vegna spaghettisins með „Spakk“ sósunni svokölluðu (sem er sérstök tómatsósa, án kjöts en með gulrótum).

Skoða auglýsingarnar í PDF.