
Að byrja í Suðurhlíðarskóla
Í Suðurhlíðarskóla er samkennsla 1. & 2. bekkjar og aldrei fleiri en 16 börn í hverjum hóp. Smáir nemendahópar gera kennurum okkar kleift að sinna hverjum og einum nemanda af alúð og natni. Við leggjum mikið upp úr virku samstarfi við foreldra og tengslamyndun barnanna.
Það er stórt skref að byrja í skóla. Áður en nemandi hefur skólagöngu sína hjá okkur hvetjum við foreldra til að koma með þá í heimsókn, væntanlegum nemendum er svo boðið að eyða hjá okkur 1-2 dögum að vori með bekknum sínum. Í skólabyrjun boðar umsjónarkennari nemendur og foreldra þeirra í viðtal.

Velkomin í heimskókn
Sjón er sögu ríkari! Vertu ávallt velkominn til okkar, hringdu og pantaðu tíma. Þú getur sent okkur tölvupóst á netfangið shs@sudurhlidarskoli.is eða hringt í okkur í síma 568-7870.
Heimsókn er góð leið til að kynnast skólanum.
Umsóknarfrestur er til . júní
Umsóknarfrestur fyrir nýja nemendur skólaárið 2024-2025 er til 1. júní 2024.
