Hagnýtar upplýsingar

Hagnýtar upplýsingar

LærtII

Stefna og gildi skólans

Suðurhlíðarskóli er lítill skóli í Reykjavík þar sem áhersla er lögð á að koma sem best til móts við hvern nemanda og á þátttöku, frumkvæði og ábyrgð i náminu.

Í vinnustofum vinnum við samkvæmt stefnu skólans um einstaklingsmiðað nám, rannsóknarvinnu nemenda og skapandi skólastarf.

Staðsetning skólans hér í Reykjavík er einstök. Við erum í nálægð bæði við fjöruna og grenndarskóginn okkar og höfum ágætis möguleika til útræktunar á skólalóðinni.

Samfélagsþjónustunám er áberandi í skólanum og taka nemendur og starfsfólk skólans  þátt í skemmtilegum samfélagslegum verkefnum á hverju skólaári.

Suðurhlíðarskóli hefur þrjú megingildi að leiðarljósi:

ábyrgð, þátttaka og þjónusta

 

Skóladagurinn

Skólinn opnar kl. 7:30 og hefst kennslan í skóla kl. 8:30 og lýkur almennt kl. 13:20. Sund, íþróttir og valfög geta verið eftir 13:20 en aldrei lengur en til 16:00. Þegar skóladeginum lýkur tekur frístund við til 16:30, fyrir þá sem það kjósa. Á föstudögum lokar kósýkot kl. 16:00.

Fyrri frímínúturnar eru í 20 mínútur og frímínútur seinni hluta dags eru 10 mínútur. Hádegismatur  og útivera eru 30 mín.  Mikilvægt er að koma klædd eftir veðri.

Unglingadeild þarf ekki að fara út í frímínútur.

Starfsmaður er í gæslu í frímínútum.

 

T1 186506385_1172784083192441_4205547525048853180_n

Námsgreinar í 1. og 2. bekk

  • Íslenska
  • Stærðfræði
  • Vinnustofur – samfélagsfræði,  náttúrufræði og áhugatengd verkefni,
  • List-  og verkgreinar – myndmennt, heimilisfræði, textíl og smíði
  • Kristinfræði
  • Lífsleikni
  • Tækni- og upplýsingamennt
  • Íþróttir og sund

Leyfi og veikindi

  • Foreldrum ber að tilkynna veikindi og leyfi strax að morgni skóladags á Mentor.is, í síma 568-7870  eða netfangið shs@sudurhlidarskoli.is
  • Innivera eftir veikindi er heimil í 1 dag eftir veikindi ef foreldrar óska eftir því við umsjónarkennara
  • Þurfa nemendur leyfi í 1-2 daga óska foreldrar eftir því hjá umsjónarkennara
  • Þurfi nemendur leyfi í meira en þrjá daga óska foreldrar eftir því á þar til gerðu eyðublaði á heimasíðu skólans

 

Pottar5 Pottar

Skipulag skólaárs

Skólasetning og skólalok

  • Skólasetningardagur er í kringum 23. ágúst – þann dag mæta nemendur ásamt foreldrum sínum og hitta umsjónarkennara.
  • Skólaslit eru í byrjun júní – þá mæta nemendur ásamt foreldrum sínum á sal skólans þar sem er dagskrá og skólastjóri slítur skólaárinu.

 Skóladagatal

Skóladagatal Suðurhlíðarskóla er birt á heimasíðu skólans með fyrirvara þar sem Skóla- og frístundaráð borgarinnar á eftir að samþykkja það, samkvæmt venju, og telst dagatalið því ekki opinbert fyrr en það hefur verið gert.

Kósýkot, – lengd viðvera

Skólinn býður upp á lengda viðveru fyrir nemendur í 1.–4. bekk í Kósýkoti að loknum hefðbundnum skóladegi.
Markmið með starfinu er að þroska félagslega færni barna í samskiptum gegnum leik  og starf en boðið er upp á fjölbreytt tómstundarstarf. Kósýkot hefur aðstöðu í einni af kennslustofum skólans. Kósýkot opnar þegar kennslu lýkur hjá yngri nemendum skólans og lokar kl. 16.30 (15:00 á föstudögum).
Kósýkot er opið þrjá af fimm skipulagsdögum kennara frá kl. 8.30 – 16.30 og á foreldraviðtalsdögum, en er lokað þegar nemendur og kennarar eru í fríi. Mikilvægt er að skoða skóladagatal varðandi frídaga, hægt er að nálgast það m.a. á heimasíðu skólans: www.sudurhlidarskoli.is

Uppeldi til ábyrgðar – Uppbygging sjálfsaga

Restitution – Self Discipline

 

Meginatriðið er að kenna börnum og unglingum sjálfsaga, sjálfstjórn og ýta undir sjálfstraust.

Uppbygging sjálfsaga leggur áherslu á jákvæð samskipti fremur en reglur, á ábyrgð fremur en blinda hlýðni og á virðingu fremur en stjörnugjöf. Treyst er á hæfileikann til sjálfstjórnar og að hver og einn geti hugsað áður en hann framkvæmir og brugðist rétt við aðstæðum.

 Uppbygging sjálfsaga hvetur hvern og einn til að taka ábyrgð á eigin orðum og gerðum.  Aðferðin nýtist við bekkjarstjórnun þar sem allir fá að vaxa og njóta sín. Þetta er aðferð í samskiptum og aðferð við að ná jafnvægi og innri styrk eftir að hafa beitt samferðamenn sína rangindum eða lent upp á kant við þá. Leitast er við að ná samstöðu um lífsgildi til að hafa að leiðarljósi og fylgja þeim síðan eftir með fáum skýrum reglum.

 Spurt er bæði hvernig við viljum vera og hvað við þurfum að gera til að ná eigin markmiðum í sátt og samlyndi við samferðamenn.

Kynning: Uppeldi til ábyrgðar – uppbygging sjálfsaga

 

Snara Óympíuhlaupið hópur (3)

Hagnýtar upplýsingar

  • Suðurhlíðarskóli var stofnaður árið 1990 og er sjálfstætt starfandi grunnskóli.
  • Nemendur eru um 65  í 1. – 10. bekk.
  • Starfsmenn eru 13 og þar af eru um 8 kennarar
  • Áhersla er á skapandi vinnustofur, útinám og samfélagsþjónustunám.
  • Nemendur í 1.-2.  bekk eru hámark 16.
  • Skólastjóri er Steinunn Hulda Theódórsdóttir og Helga Magnea Þorbergsdóttir er deildarstjóri stoðþjónustu.
  • Netföng starfsmanna skólans má finna á heimasíðunni undir starfsfólk. 
  • Skólinn er opinn  frá kl. 7: 30 til 16:30 mánudaga til fimmtudaga og á föstudögum frá kl. 7:30  til 15:00. Sími skólans er 568-7870
  • Netfang skólans er shs@sudurhlidarskoli.is
  • Heimasíða skólans er https://www.sudurhlidarskoli.is