Frístundastarf
Kósýkot – Frístundarheimili
Kósýkot er frístundarheimili Suðurhlíðarskóla fyrir 1. – 4. bekk. Það er starfrækt í skólabyggingunni eftir að hefðbundnum skóladegi lýkur. Mánudaga til fimmtudaga er Kósýkot opið til 16:30 en á föstudögum til 15:00.
Í Kósýkoti leitumst við eftir að hafa starfið sem fjölbreyttast og skapa börnunum heimilislegt og öruggt umhverfi.
Beinn sími Kósýkots er 778-1334
Skátastarf
Í skólahúsnæðinu er skátastarf 1. sunnudag í mánuði. Skátarnir eru á vegum Aðventkirkjunnar en það eru allir velkomnir að taka þátt.
Unglingastarf
Á föstudagskvöldum kl. 19.00 er Ungmennastarf kirkjunnar með hitting. Þar er kex og djús og te í boði, spjall, leikir og Biblíuhópur. Nemendur skólans á aldrinum 13 – 16 ára er velkomið að taka þátt í þessu.