Fyrstu dagar að hausti

Fyrstu daga nýs skólaárs nýtum við að jafnaði í að þjálfa okkur í uppbyggingarstefnunni. Allir kennarar og nemendur skólans taka þátt í þeirri vinnu; við rýnum í þarfirnar okkar, skoðum og skilgreinum hlutverk okkar í skólasamfélaginu og búum til bekkjarsáttmála.
Í ár saumuðu allir nemendur sér poka í fatahengið í tengslum við þemað. Við viljum hafa umhverfið okkar snyrtilegt og fallegt, halda vel utan um eigur okkar og hafa fatahengið í röð og reglu. Nemendur fengu að velja sér efni og útlit og sáu alfarið um saumaskapinn sjálfir. Vonandi tekst okkur að halda fatahenginu fínu og snyrtilegu í ár.


