Sultugerð

Þeir nemendur skólans sem eru í heimilisfræði á haustönn hafa nú sultað rúmlega 10 kg af stikilsberjum. Í næstu viku nota þau sultuna í hjónabandssælur.

Við viljum hvetja til sjálfbærni og þess að nýta það sem jörðin gefur. Vonandi kemur að því einhvern daginn að við getum gróðursett okkar eigin berjarunna hér á lóðinni – það verður fljótt ef heimilisfræðikennarinn fær að ráða.