Ólympíuhlaupið 2020

Yngri bekkir skólans tóku þátt í Ólympíuhlaupi ÍSÍ í vikunni. Markmið hlaupsins er að fá krakka til að hreyfa sig og það má með sanni segja að krakkarnir í Suðurhlíðarskóla hafi margir hverjir sýnt framúrskarandi hæfni í jákvæðni, þátttöku og hvatningu í þessu skemmtilega verkefni.

Til að undirstrika að þetta væri ekki keppni milli krakkanna voru þau hvött til að hlaupa saman nokkur í hóp og það hafði ofsalega jákvæð áhrif að upplifa samkennd þeirra og samstöðu. Þau pössuðu svo vel upp á að enginn skyldi skilinn eftir úr hópnum og hvöttu hvort annað til dáða. Þeir sem kusu að hlaupa án hóps fengu að gera það, og voru þá oft í harðri keppni við eigin skugga um að hlaupa hraðar og lengra en þau höfðu ætlað sér í upphafi.

Nemendurnir voru 15 talsins og hlupu samtals 80 kílómetra! Það er jafnlangt og frá skólanum okkar á Laugarvatn!

Við erum svakalega stolt og bíðum spennt að sjá hvort eldri bekkir skólans jafni kílómetratöluna í íþróttum á mánudaginn.

Við viljum hvetja til sjálfbærni og þess að nýta það sem jörðin gefur. Vonandi kemur að því einhvern daginn að við getum gróðursett okkar eigin berjarunna hér á lóðinni – það verður fljótt ef heimilisfræðikennarinn fær að ráða.