ADRA söfnunin

Það má með sanni segja að allir hafi lagst á eitt í ADRA verkefninu sem Suðurhlíðarskóli tók þátt í! Við settum markið hátt, þrátt fyrir ýmsar hindranir vegna COVID-19, og viti menn…  fórum langt fram úr okkar björtustu vonum!

Nemendur okkar, með sína skapandi hugsun, komu með afar skemmtilega uppástungu sem hrundið var í framkvæmd. Þau komu með sitt eigið dót og fatnað að heiman og settu upp búð í skólanum. Það var yndislegt að sjá þjónustulund nemendanna og gjafmildi, ekki veigruðu þau sér við að selja sitt til handa systrum okkar og bræðrum í Suður Súdan.

Önnur hugmynd var að safna flöskum, hún skilaði svo sannarlega góðum aurum.

Þess utan voru einstaklingar sem tengjast nemendum okkar sem og einstaklingar úr kirkjunum okkar sem lögðu beint inn á reikning fyrir verkefninu.

Hingað til hafa safnast 307.380 kr.

Við þökkum öllum þeim sem hafa tekið þátt með einum eða öðrum hætti. Það er alveg ótrúlegt að á þessum stutta tíma og þrátt fyrir óvenjulegt árferði hafa svo margir hafa tekið þátt og svo miklir peningar safnast. Við erum svo þakklát fyrir að geta tekið þátt í verkefni ADRA og þannig haft áhrif á að bæta lífsgæði annarra.