Upplestrarkeppni Reykjavíkur

Við sendum með stolti 2 nemendur úr 7. bekk, þau Shelby Guðrúnu Benediktsdóttur og Davíð Heini Kárason, til þátttöku í Upplestrarkeppni Reykjavíkur, sem fram fór í Háteigskirkju í gær. Þar öttu þau kappi við nemendur úr 7 öðrum skólum borgarhlutans, samtals 16 keppendur.

Þau stóðu sig alveg frábærlega og voru skólanum til mikilla sóma.

Við óskum þeim til hamingju með árangurinn og hvetjum þau að sjálfsögðu til að halda áfram að lesa upphátt.