Framúrskarandi stærðfræðiárangur!

Úrslitakeppni Pangea stærðfræðikeppninnar fór fram í gær og 3 nemendur Suðurhlíðarskólans öttu þar kappi við samtals 4.153 nemendur af öllu landinu;

2.269 nemendur tóku þátt úr 8. bekkog
1.884 nemendur úr 9. bekk.

Árangur skólans var vægast sagt stórkostlegur og við erum  yfirmáta stolt af stærðfræðisnillingunum okkar!

Í 8. bekk náði Trausti Theódór Helgason 3. sætinu og Jóhann Már Guðjónsson 7. sætinu

Í 9. bekk náði Matthías Guðni Elínarson 7. sætinu.

Þessir drengir eiga framtíðina fyrir sér og það verður spennandi að fylgjast með þeim áframhaldandi.

Við óskum nemendunum sjálfum, foreldrum þeirra og Eyrúnu stærðfræðikennara innilega til hamingju með árangurinn.