Vorferð skólans á Reykjanes

Í dag leigðum við rútu og skelltum okkur í fræðslu- og skemmtirúnt um Reykjanesið. Guð blessaði okkur með góðu veðri (smá þoku reyndar, en það var í góðu lagi) en við vorum alls ekki tilbúin að fara heim þegar tíminn rann út, við hefðum alveg getað skoðað fallega staði og leikið okkur fram á nótt ef það hefði staðið til boða.

Við erum margs fróðari eftir daginn um t.d. geirfuglinn, tildrög Bláa lónsins, súlur, fuglaflensu, Gunnu í Gunnuhver og Oddnýju tröllskessu.

Þóra Sigríður tók á móti okkur á Flankastöðum, hleypti okkur í fjöruna og á klósettið og leyfði okkur að grilla hamborgara á pallinum sínum. Við þökkum henni kærlega fyrir gestrisnina, það var virkilega gaman að sjá litlu sveitina hennar og fá að njóta hennar með henni.

Í Suðurhlíðarskóla leggjum við mikið upp úr útiveru og umhverfismennt á vordögum og leyfum ykkur að fylgjast með ævintýrum okkar næstu daga. Endilega skoðið myndirnar og upplifið þannig gleðina með okkur.