Hjólaferð í Elliðaárdalinn

Á vordögum er ótrúlega skemmtilegt að hjóla um Fossvogsdalinn og Elliðaárdalinn og mæta þeim fjölmörgu skólahópum sem leggja leið sína þar um í stórum hópum á hjólum. Við Elliðaárnar mátti finna marga mismunandi hópa í gær, sem höfðu komið sér fyrir á víð og dreif, en við náðum besta staðnum; fossinum í Indíánagili.
Krakkarnir fengu að vaða og príla, skoða og upplifa náttúruna, leika sér, borða nesti og njóta samverunnar á þessum yndislega stað í hjarta Reykjavíkur í langa stund og þau nutu þess heldur betur.
Á bakaleiðinni komum við við á nýja leiksvæði Rafstöðvarinnar þar sem risa-vega-saltið sló rækilega í gegn.
Svo hjóluðu allir aftur heim í skólann – ánægðir með góðan dag.