Skólaslit og útskrift

Það er ávallt ljúfsár stund þegar við ljúkum skólaárinu og sendum nemendur okkar í sumarfrí. Flestir þeirra snúa sem betur fer aftur til okkar í haust; nokkrum sentímetrum stærri, útiteknir og reynslunni ríkari eftir ævintýri sumarsins – en einhverjir hverfa á vit nýrra ævintýra í nýju landi eða öðrum landshluta – og 10. bekkinganna bíða ævintýri framhaldsskólans! Við munum sakna þeirra á næsta ári.

Það er samt svo gleðilegt að líta yfir veturinn og fagna uppskerunni. Krakkarnir hafa tekist á við svo margvíslegar áskornarnir í námi og félagslegum samskiptum og víst er að allir hafa tekið framförum og byggt við þekkingu og leikni frá haustinu.

Við þökkum öllum nemendum okkar og fjölskyldum þeirra fyrir veturinn og hlökkum svo sannarlega til að hitta þau aftur á skólasetningunni 22. ágúst 2022. Heimanám sumarsins er bókalestur, samverustundir með fjölskyldunni, útivera, leikir og gleði.

Gleðilegt sumar!