Kleinur til sölu! Fjáröflun 9. & 10. bekkjar fyrir Noregsferð

Á fimmtudaginn, 13. október, ætla 9. og 10. bekkur að steikja kleinur hér í skólanum og selja. Tilgangurinn er að safna í ferðasjóðinn, en við hyggjum á ferð til Tromsø, Noregi, í apríl, að heimsækja vinaskóla okkar, Ekrehagen skole.

8 kleinur eru í hverjum poka og pokinn kostar 1.000 kr.

Pantanir: sendið póst á solrun@sudurhlidarskoli.is eða skráið í athugasemd við facebook-póstinn okkar

Þið megið millifæra á reikning 101-26-100234, kt. 440169-3259 – eða greiða með pening þegar þið sækið.

Sækið kleinurnar hingað í skólann frá kl. 13:00-17:15 á fimmtudaginn. (Ef þið óskið eftir að koma fyrr um daginn getum við alveg orðið við því, látið okkur bara vita).

Við tökum við pöntunum fram á miðvikudagskvöld og þær ganga fyrir almennri sölu.