Meira um jólaundirbúninginn

Kannski er það því kennarar skólans eru svona mikil jólabörn – kannski er það því nemendurnir eru svona mikil jólabörn – við allavegana höfum verið dugleg að njóta aðventunnar og þá ekki síst þessa síðustu almennu skóladaga.

Tveir vaskir hengdu upp fallega kransinn sem við fengum að gjöf, við þurftum að færa jólatréð inn í sal fyrir litlu jólin og þá taka allt skrautið af og setja það aftur á, við fengum stjörnu á toppinn, yngri nemendurnir áttu dásamlega stund í skóginum okkar með kakó og jólasögum og unglingarnir bökuðu piparkökuhús sem lítur út alveg eins og Suðurhlíðarskóli.

í dag bauð Kristjana matráður upp á möndlugrautinn sívinsæla og þar sem gríðarleg aukning hefur orðið í nemendahópnum á undanförnum árum var ekki annað sanngjarnt en bæta í og fela 3 möndlur í pottinum þannig að 3 heppnir hrepptu gjafir. Í ár féllu allar 3 möndlurnar stúlkum í skaut og voru þær sælar og glaðar með vinningana sína.