Tímasetningar litlu jóla og Kirkjujóla

Mánudaginn 19. desember eru litlu jól í Suðurhlíðarskóla
- Nemendur 1.-7. bekkjar mæta kl. 10-12. Jólatrésskemmtun, stofujól og veislumatur
- Kósýkot opnar kl. 8:00 og lokar kl. 16:30
- Nemendur 8.-10. bekkjar mæta kl. 18:00-21:00. Hátíðarkvöldverður, pakkaleikur og sprell
Þriðjudaginn 20. desember eru Kirkjujól Suðurhlíðarskóla í Aðventkirkjunni Ingólfsstræti
- Stundin hefst kl. 17:00
- Nemendur mæta kl. 16:30 vegna undirbúnings
- Fjölskyldur, vinir og aðrir eru hjartanlega velkomnir og mæta rétt fyrir kl. 17:00.
- Ath: Erfitt er að fá bílastæði í miðbænum, en við bendum á bílastæðahús og hvetjum fólk til að koma tímanlega.
- Kósýkot er lokað þennan dag