Jólastundir fyrir jólafrí

Síðustu dagarnir fyrir jólafrí hafa verið alveg dásamlegir. Fyrst voru það litlu jólin, þar sem við sprelluðum og skemmtum okkur saman og svo var það hátíðlega stundin okkar í kirkjunni á Kirkjujólum. Það eru alveg dásamleg forréttindi að fá að ljúka árinu saman í kirkjunni; rifja upp söguna af því þegar Jesús kom í heiminn og syngja saman Heims um ból, með kerti í hönd.

Nú eru allir komnir í jólafrí og nemendur mæta aftur samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 3. janúar.

Við óskum ykkur öllum gleðilegra jóla og þökkum samfylgdina á árinu sem er að líða.