Upplestrarkeppnin í Suðurhlíðarskóla

Við höfum valið fulltrúa til að taka þátt í Stóru upplestrarkeppninni fyrir skólans hönd í vor.

Þátttaka í litlu keppninni okkar hér í skólanum í vikunni var mjög góð og starfsfólk skólans táraðist af stolti yfir öllum þessum vel lesandi börnum sem stigu á svið. Því miður takmarkast sæti okkar í stóru keppninni við 2 fulltrúa og hafði 3 manna dómnefnd það erfiða hlutverk að skipa í þau sæti.

Niðurstaða dómnefndar var sú að Tea Sofia Thomasdóttir og Sóley Ramondsdóttir verða fulltrúar Suðurhlíðarskóla í Stóru upplestrarkeppninni vorið 2023 og til vara er Elías Sebastian Þorsteinsson.

Við óskum þeim að sjálfsögðu hins besta gengis í keppninni og hlökkum til að sjá alla keppendurna blómstra enn frekar á sviðum lesturs og framkomu á komandi árum.

 

Fulltrúar í dómnefnd voru þau:

Beatriz Aleixo, Idolstjarna og starfsmaður Kósýkots

Helga Magnea Þorbjarnardóttir, iðjuþjálfi skólans

Haraldur Haraldsson, smíða- og dönskukennari skólans